Sr. Sigríður Kristín komin til starfa í Fossvogsprestakalli

16. ágúst 2024

Sr. Sigríður Kristín komin til starfa í Fossvogsprestakalli

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir fyrrum sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli er nýráðinn prestur við Fossvogsprestakall.

Hún þjónar við prestakallið í fjarveru sr. Maríu Guðrúnar Ágústsdóttur, sem þjónar í afleysingu til áramóta við Glerárkirkju á Akureyri og sr. Evu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem nú þjónar sem biskupsritari.

Sr. Sigríður Kristín þjónar í helgihaldi sunnudagsins 18. ágúst bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Messa fer fram í Grensáskirkju kl. 11:00, þar sem Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

Gengið verður til altaris.

Sr. Sigríður Kristín prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Kvöldmessa fer fram í Bústaðakirkju kl. 20:00.

Una Dóra Þorbjörnsdóttir, sópran og Marteinn Snævarr Sigurðsson, tenór leiða almennan safnaðarsöng og syngja valda dúetta við undirleik Jónasar Þóris organista.

Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet.

Sr. Sigríður Kristín flytur hugleiðingu og leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Hugleiðingarefni dagsins eru meðal annars spurningarnar:

Hvað er að vera trúuð manneskja?

Er það eitthvað sem hefst í fyrstu tilraun?

Í spádómsbók Jesaja segir:

Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki (Jes. 42:3)

Myndirnar hér fyrir neðan eru annars vegar af Ástu Haraldsdóttur organista Grensáskirkju og hins vegar af Unu Dóru, Marteini Snævarri og Jónasi Þóri.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.