Sr. Jóhanna ráðin

21. ágúst 2024

Sr. Jóhanna ráðin

Sr. Jóhanna

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september n.k.

Tvær umsónkir bárust og hefur valnefnd valið sr. Jóhönnu Magnúsdóttur í starfið.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

 

Prestakallið

Í Víkurprestakalli í Suðurprófastsdæmi eru sex sóknir.

Heildaríbúfjöldi er 1.409 og sóknarbörn eru 441.

Prestakallið afmarkast af Markarfljóti að vestan auk Hólmabæja, vestan Markarfljóts og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan.

Víkurprestakall er á samstarfssvæði með Kirkjubæjarklaustursprestakalli.

Í prestakallinu eru átta guðshús.

Húsnæði fyrir sóknarprest er til staðar í Vík og starfsaðstaða hans er í sameiginlegu húsnæði á vegum sveitarfélagsins.

Vík er stærsti byggðarkjarni prestakallsins og þar búa flest sóknarbörnin.

Þar er leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli.

Í Vík er hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún.

 

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1961, dóttir Magnúsar Björnssonar og Valgerðar Kristjánsdóttur.

Jóhanna ólst upp í Reykjavík þaðan sem hún lauk stúdentsprófi og cand. theol. gráðu frá Háskóla Íslands.

Í framhaldi lauk hún kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu.

Hún starfaði m.a. sem aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar í sex ár að loknu háskólaprófi.

Hún var vígð sem sérþjónustuprestur til Sólheima í Grímsnesi árið 2015.

Hún hefur síðan sinnt prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli, Kirkjubæjarklaustursprestakalli og einnig leyst af í Digranes og Hjallaprestakalli.

Sr. Jóhanna hefur auk þess reynslu af kirkjustarfi, starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið við námskeiðahald auk þess að starfa við kennslu fyrir símenntunarmiðstöðvar.

Sr. Jóhanna á þrjú börn og þrjú barnabörn.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prestsbústaðir

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.