Streymt verður frá öllum dagskrárliðum kirkjudaganna

21. ágúst 2024

Streymt verður frá öllum dagskrárliðum kirkjudaganna

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar verða haldnir dagana 25. ágúst til 1. september.

Hefjast þeir með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur.

Kveðjumessan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00 og biskupsvígslan fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. september kl. 14:00.

Kirkjudagarnir fara fram í Lindakirkju og má sjá dagskrá þeirra hér.

Beint streymi verður frá öllum dagskrárliðum, þ.e. kveðjumessu biskups og setningu Kirkjudaganna á sunnudeginum.

Hlekkinn má finna þegar nær dregur á kirkjudagar.is.

Einnig verður erindum og umræðum streymt, sem fara fram frá mánudegi til fimmtudags, svo og afhendingu Liljunnar og Sálmafossinum, sem fram fer á föstudeginum.

Laugardaginn 31. ágúst verður streymt frá dagskránni í kirkjunni og erindum og umræðum.


slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní