Afar umfangsmiklir kirkjudagar framundan

23. ágúst 2024

Afar umfangsmiklir kirkjudagar framundan

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hefjast nú um helgina með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00.

Síðan færast kirkjudagarnir yfir í Lindakirkju þar sem þeir verða settir formlega kl. 16:00 sama dag.

Til gamans má geta þess að 75 einstaklingar sjá um 40 málstofur, sem fara fram síðdegis og á kvöldin alla vikuna.

Því til viðbótar koma 50 sjálfboðaliðar auk annars starfsfólks að fjölskylduhátíðinni sem er laugardaginn 31. ágúst.

Einnig er ánægjulegt að geta sagt frá því að 16 kórar, vítt og breitt af landinu munu taka þátt í Sálmafossinum sem verður föstudaginn 30. ágúst.

Því má gera ráð fyrir að yfir 600 manns komi að dagskrá kirkjudaganna með einum eða öðrum hætti í tæplega 100 dagskráratriðum.

Lesa má allt um kirkjudagana hér.

Hvað eru Kirkjudagar?

Á Kirkjudögum vill kirkjan minna á sig og starfið í kirkjunni og söfnuðnum um land allt.

Um leið vill kirkjan vekja fólk til umhugsunar um þetta brýna málefni: frið.

 

slg


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní