Sálgæslan í brennidepli

27. ágúst 2024

Sálgæslan í brennidepli

Fyrstu málstofur kirkjudaganna voru haldnar í gær mánudaginn 26. ágúst.

Dagskráin hófst með helgistund í kirkjunni kl. 17:30, sem sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur sá um.

Klukkan 18:00 hófust svo þrjár málstofur.

Í kirkjunni var málstofa um sálgæslu og tónlist.

Kirstín Erna Blöndal söngkona fjallaði um mikilvægi tónlistar við sálgæslu syrgjenda í útförum og í sorgarferli.

Í kennslustofunni ræddi Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri innanlandsstarfs Kristniboðssambandsins um íslenskukennslu meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda.

Í safnaðarheimilinu ræddu sr. Guðni Már Harðarson, sr. Dís Gylfadóttir og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson um hvernig bregðast skuli við áföllum í barna og æskulýðsstarfi.


Kl. 19:00 voru einnig þrjár málstofur á dagskrá.

Í kirkjunni ræddi sr. Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar um fjölskyldur í sorg og áföllum.

Í safnaðarheimilinu útskýrðu sr. Bára Friðriksdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og sr. Henning Emil Magnússon bænaaðferðir úr kristinni hugleiðsluhefð, kyrrðarbæn, fagnaðarbæn og Lectio Divina..

Í kennslustofunni ræddu Ásta Ágústsdóttir djákni og sr. Sigurður Arnarson um fyrirkomulag sorgarhópa í Kársnesprestakalli.



Klukkan 20:00 voru einnig þrjár málstofur í boði:

Í kirkjunni hélt sr. Vigfús Bjarni Albertsson áfram og nú ræddi hann um sálgætinn, sem  verkfæri og talaði um hvað á sér stað innra með þeim sem sinnir sálgæslu.

Í safnaðarheimilinu ræddi Anna Hulda Júlíusdóttir djákni um sálgæslu, nærveru og snertingu og hvernig þessir þrír þættir fléttast saman í samfylgd á erfiðum stundum.

Í kennslustofunni ræddi Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri um starf Sorgarmiðstöðvarinnar.
Sagt var frá starfsemi Sorgarmiðstöðvarinnar, stuðningshópastarfinu, jafningjastuðningnum, sálgæsluviðtölunum, námskeiðunum og fræðslunni fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af fyrirlesurunum á málstofunum.



slg


Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Forvarnir

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.