Sálmasöngur í allan dag

30. ágúst 2024

Sálmasöngur í allan dag

Sálmafoss

Næst síðasti dagur Kirkjudaga í Lindakirkju er í dag, en þeim lýkur svo á sunnudaginn með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur.

Dagskráin hefst í dag kl. 15:00 með afhendingu heiðursviðurkenningarinnar Liljan.

Helgistund við upphaf Sálmafoss verður í umsjá sr. Magnúsar Magnússonar og sr. Sveins Valgeirssonar.

Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og Guðný Einarsdóttir Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar sjá um tónlistina.

Kirkjukórinn syngur.

Kl. 16:30 hefst Sálmafoss.

Kirkjukórar af öllu landinu, ásamt einsöngvurum, munu syngja úrval úr nýju sálmabókinni.

Kl. 22:00 verður helgistund í umsjá sr. Sveins Valgeirssonar.

Sálmabandið spilar.

Kynningarbásar og kaffihús verður í andyri kirkjunnar og í safnaðarheimilinu.

Opnunartími kynningarbásanna er kl. 15:00-22:00.

 

slg




  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Heimsókn

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.