Þrjár umsóknir bárust

20. september 2024

Þrjár umsóknir bárust

Glerárkirkja á Akureyri -mynd sr. Sigurður Ægisson

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. janúar 2024.

Þrjár umsóknir bárust.

Ein er frá sr. Arnaldi Mána Finnssyni og tveir óska nafnleyndar.

Glerárprestakall er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað.

Í prestakallinu er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn.

Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrarprestakall.

Í Glerárprestakalli eru tvær kirkjur, Glerárkirkja og Lögmannshlíðarkirkja.

Skrifstofuaðstaða sóknarprests og prests er í Glerárkirkju.

Vísað er til þarfagreiningar fyrir prestakallið varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Valnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

 

slg

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall