Biskup Íslands prjónaði Litlu gulu peysuna

4. október 2024

Biskup Íslands prjónaði Litlu gulu peysuna

Biskup Íslands með Litlu gulu peysuna

Kirkjan.is sagði frá því fyrir helgi að til stæði að prjóna Litlu gulu peysuna í Langholtskirkju til styrktar sjálfsvígsforvörnum.

Var það í tilefni af Gulum september.

Síðast liðið mánudagskvöldið hittist svo góður hópur kvenna og prjónaði saman Litlu gulu peysuna sem Edda Lilja Guðmundsdóttir hannaði.

Edda Lilja gaf Lífsbrú - Miðstöð sjálfsvígsforvarna uppskriftina.

Peysan skartar kennimerki Lífsbrúar og er uppskriftin af henni aðgengileg inn á vef Landlæknis.

Edda Lilja var til staðar fyrir prjónakonurnar og leiðbeindi við prjónaskapinn.

Litlu gulu peysurnar sem urðu til þetta kvöld og munu verða til, verða færðar Lífsbrú sem mun selja þær til styrktar sjálfsvígsforvörnum.

Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur í Langholtskirkju stóð fyrir viðburðinum ásamt Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur frá embætti Landlæknis.

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir kom í Langholtskirkju þetta kvöld og þakkaði konunum fyrir þetta fallega framtak.

Eins og sjá má af myndinni hefur biskupinn nú þegar prjónað eina litla gula peysu.

Að sögn Guðbjargar Jóhannesdóttur sóknarprests í Laugardalsprestakalli var samveran afar notaleg eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

„Framhald verður síðan á þessum viðburði“ segir Guðbjörg og bætti við:

„heitt var könnunni á meðan konurnar prjónuðu og gulur klaki og gulur þristur til að maula með.“

slg



Myndir með frétt

  • Forvarnir

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall