Bleikur október byrjar vel

4. október 2024

Bleikur október byrjar vel

Jónas og Hallveig

Síðasta dag septembermánaðar birtist frétt á kirkjan.is um bleikan október í Bústaðakirkju.

Þar kom fram að mjög fjölbreytt dagskrá verður allan mánuðinn í kirkjunni.

Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir organisti héldu fyrstu hádegistónleika haustsins miðvikudaginn 2. október kl. 12:05.

Að sögn Þorvaldar Víðissonar prests í Fossvogsprestakalli og prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var góður rómur gerður að frábærum flutningi þeirra, en efnisskráin var fjölbreytt.

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni bauð gesti velkomna og lauk tónleikunum með lestri og stuttri bæn.

Að tónleikum loknum var boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu.

Aðgangur var ókeypis, eins og á alla dagskrárliði í Bleikum október í Bústaðakirkju, en tónleikagestir fengu tækifæri til að leggja dýrmætu starfi Ljóssins lið.

Ljósið er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Bleika slaufan er til styrktar Ljósinu og á tónleikum Jónasar og Hallveigar keyptu mörg bleiku slaufuna.

Vildi Þorvaldur koma á framfæri þökkum til tónlistarfólksins fyrir frábæra tónlist og skemmtun og einnig vill hann þakka öllum fyrir komuna.

Hádegistónleikar verða á hverjum miðvikudegi í október með landskunnu tónlistarfólki.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.