Troðfull Bústaðakirkja

25. október 2024

Troðfull Bústaðakirkja

Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Nú er farið að síga á seinni hluta októbermánaðar, sem undanfarin ár hefur verið nefndur Bleikur október.

Margar kirkjur hafa haft sérstakar bleikar messur til stuðnings þeim sem greinst hafa með krabbamein.

Bústaðakirkja hefur hins vegar boðið til hádegistónleika alla miðvikudaga í mánuðinum.

Aðgangur er ókeypis, en fólki er gefinn kostur á að styðja Ljósið, sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir þau sem greinst hafa með krabbamein.

Dagskráin í Bústaðakirkju hefur verið fjölbreytt og afar vel sótt.

Boðið er upp á súpu á eftir og erindi hafa verið haldin.

Miðvikudaginn 23. október var kirkjan troðfull, en hún tekur hátt á fjórða hundrað manns í sæti.

Þá sungu stórsöngvararnir Gissur Páll Gissurarson, Kristján Jóhannsson og Áslákur Ingvarsson, við undirleik Jónasar Þóris, og var efnisskráin fjölbreytt.

Þeir slógu einnig á létta strengi við góðar undirtektir tónleikagesta.

Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli bauð gesti velkomna og leiddi bæn í lok tónleikanna.

Þá tók við fræðsludagskrá þar sem Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímskirkju hélt erindi með yfirskriftinni: Ljóðin um Hallgrím.

Þar bauð hún áheyrendum í ferðalag um ljóðheima, þar sem sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson var megin viðfangsefni annarra ljóðskálda.

Góður rómur var gerður af erindi Irmu Sjafnar og safnaðarheimilið var þéttsetið.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Fræðsla

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.