Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. desember 2024

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

Orgelnemendur við Klais orgelið

Þann 12. og 13. desember sl. fóru fram jólatónleikar Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Hinir fyrri voru haldnir í Hallgrímskirkju þar sem orgelnemendur skólans á aldrinum 7 ára til rúmlega þrítugs fengu að spila á stóra Klais orgel kirkjunnar.

Daginn eftir héldu kórstjórnarnemendur Tónskólans og Listaháskóla Íslands tónleika í Háteigskirkju þar sem flutt var falleg og jólaleg efnisskrá með lögum úr ýmsum áttum.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskólans þá er óhætt að segja að báðir þessir tónleikar hafi verið glæsilegir og komið öllum viðstöddum í jólaskap!

„Allir nemendur stóðu sig með mikilli prýði“ segir Guðný og bætir við:

„Tónskólinn óskar nemendum, kennurum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla með kærri þökk fyrir gott samstarf á liðnu ári!“

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Barnastarf

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...