Laust starf organista

21. desember 2024

Laust starf organista

Hof í Vopnafirði

Sóknarnefndir í Vopnafjarðar, Hofs og Skeggjastaðasóknum auglýsa laust til umsóknar starf organista við sóknirnar frá og með 1. febrúar 2025 eða sem fyrst.

Um er að ræða 32% starf auk kórstjórnar karlakórs Vopnafjarðar.

Organisti hefur umsjón með hljóðfæraleik við athafnir í sóknunum og stýrir kórastarfi á svæðinu.

Tónlist skipar stóran sess við allt helgihald og kirkjustarf í sóknunum.

Við kirkjurnar þrjár starfa nú tveir kirkjukórar og karlakór.

Áhersla er lögð á að hlúa að og efla kórastarfið.

Sóknirnar þrjár tilheyra Hofsprestakalli og mun organisti starfa náið með presti, sóknarnefndum, meðhjálpurum og öðrum er koma að kirkjustarfinu.

 

Ábyrgðarsvið:

Að stýra tónlistarstarfi safnaðanna í samráði við presta, sóknarnefndir og annað starfsfólk.

Hljóðfæraleikur við athafnir, helgihald og annað kirkjustarf.

Stjórn kórastarfs við sóknirnar.

Umsjón með hljóðfærum í eigu safnaðanna.

 

Hæfnikröfur:

Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám.

Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.

Metnaður og áhugi fyrir öflugu kórastarfi.

Listfengi og hugmyndaauðgi.

Hæfni í mannlegum samskiptum.

Hæfni til að starfa sjálfstætt.

Launakjör eru samkvæmt samningum Félags íslenskra organista (FÍO) og Þjóðkirkjunnar.

Umsóknarfrestur um starfið er til 15. janúar 2025 og með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá.

Umsókninni skal fylgja stutt greinargerð um framtíðarsýn og væntingar og samþykki um öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Umsóknum skal skilað á netfangið: boggasverris@gmail.com.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Borghildur Sverrisdóttir, formaður sóknarnefndar Vopnafjarðarkirkju, í síma 855-1320 og á boggasverris@gmail.com.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Auglýsing

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...