Ungmennaviðburður í fyrsta skipti á alþjóðlegri bænaviku

20. janúar 2025

Ungmennaviðburður í fyrsta skipti á alþjóðlegri bænaviku

Unga fólkið í Breiðholtskirkju

Alþjóðlega bænavikan fór af stað með nýjum hætti nú á laugardaginn 18. janúar með sérstökum ungmennaviðburði sem fór fram í Breiðholtskirkju.

Ungt fólk úr ólíkum kristnum trúfélögum kom þar saman í bæn, lofgjörð, ritningarlestri og vitnisburðum.

Yfirskrift viðburðarins var saman í einum anda.

Lydía Aronsdóttir og Friðrik Páll Schram héldu utan um viðburðinn og Óskar Einarsson sá um tónlist ásamt öflugu fylgdarliði.

Eftir viðburðinn var öllum boðið í súpu og samtal í safnaðarheimilinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Um bænavikuna

Alþjóðlega bænavikan fer fram árlega um allan heim.

Markmið hennar er að færa saman kristið fólk úr öllum kirkjum, að þau biðji saman, m.a. fyrir einingu kristins fólks.

Bænavikan eykur samkennd og systkinakærleik á milli kristinna trúfélaga og færir fólk nær hvert öðru.

Þrátt fyrir fjölbreytni í helgisiðum og kenningu þá sameinast allir í bæn, bæn fyrir einingu.

Á Íslandi er bænavikan árviss viðburður og er það Samstarfsnefnd kristinnar trúfélaga sem skipuleggur hana.

Fulltrúar ýmissa kristinna trúfélaga hittist þar og skipuleggur:

Þjóðkirkjan, Aðvent-kirkjan, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Betanía, Hin íslenska Kristskirkja, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Réttrúnaðarkirkjan, Alþjóðlegi söfnuðurinn og Hjálpræðisherinn.

Fyrir norðan, á Akureyri, er síðan einnig hópur sem skipuleggur bænavikuna þar.

Sameiginleg efni til notkunar í samkirkjulegum bænastundum er sent út af Alkirkjuráðinu.

Að þessu sinni er þema þessarar bænaviku Styrkur okkar: trúin.


Dagskrá Bænavikunnar er eftirfarandi:

Í Reykjavík

18. janúar laugardagur - Breiðholtskirkja -ungmennaviðburður kl. 17:00

19. janúar: Seltjarnarneskirkja – Útvarpsguðsþjónusta kl. 11:00

20. janúar: Alþjóðlegi söfnuðurinn - Breiðholtskirkja kl. 18:00

21. janúar: Íslenska Kristskirkjan, Fossaleyni 13 kl. 20:00

22 janúar: Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, kl. 20:00

23. janúar: Hjálpræðisherinn, Suðurlandsbraut 72, kl. 20:00

24. janúar. Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, kl. 20:00

Á  Akureyri

Mánudagur 20. janúar: Bænastund í Hvítasunnukirkjunni kl. 17:00,Skarðshlíð 20

Þirðjudagur 21. janúar: Bænastund í Hjálpræðishernum kl. 11:00 Hrísalundi 1a

Miðvikudagur 22. janúar: Bænastund í kaþólsku kirkjunni kl. 19:00, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2.

Fimmtudagur 23. janúar: Bænastund í þjóðkirkjunni kl. 12:00, Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi.

Laugardagur 25. janúar: Samkoma í Aðventkirkjunni kl. 12:00 Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14


slg


Myndir með frétt

  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall