Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

Skrifstofa Guðrúnar Karls Helgudóttir, biskups Íslands, flyst til Vestfjarða í næstu viku. Með biskupi í för verða Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari auk Heimis Hannessonar og Tinnu Miljevic af samskiptasviði Þjóðkirkjunnar.

Opin dagskrá er svohljóðandi:

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, prédikar biskup í messu í Ísafjarðarkirkju í tilefni 30 ára afmæli kirkjunnar. Messukaffi verður í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju og boðið upp á samtal við biskup.

Á föstudag 30. maí verður biskup með opna viðtalstíma í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju á milli 10:00 og 13:00. Hægt er að bóka fundi á biskup@kirkjan.is .

Nokkra daga á ári flytur biskup Íslands skrifstofu sína í hvern landshluta og er það liður í að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks um land allt og biskups. Fyrir áramót fluttu Guðrún og samstarfsfólk hennar skrifstofur sínar austur á Hérað og í nóvember á Hellu á Suðurlandi. Í byrjun árs voru skrifstofur biskups á Norðurlandi. 

Aðspurð segist Guðrún hlakka til heimsóknarinnar vestur. Aðrar heimsóknir hafi lukkast vel og að gott sé að sjá áhugann og þátttöku í umræðum um kirkjuna. Hún eigi ekki von á neinu öðru en framhaldi á því á Ísafirði í næstu viku. 

    biskupafundur 2.jpg - mynd

    Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

    18. maí 2025
    „Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
    Logo.jpg - mynd

    Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

    06. maí 2025
    Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
    Sr. Karen Hjartardóttir

    Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

    05. maí 2025
    ...í Setbergsprestakall