Trú.is

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Núvitundaríhugun, sjötti hluti: Að taka eftir án þess að dæma

Núvitundariðkun getur fært okkur nær stöðu náðarinnar, þar sem við sleppum tökunum á hvers kyns dómum, bæði yfir öðrum en ekki síður okkur sjálfum og aðstæðum okkar, og tökum á móti hverju andartaki sem gjöf lífsins, gjöf Guðs.
Pistill

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Líkþrár maður og sveinn hundraðshöfðingjans

Jesús er ekki hræddur við að horfast í augu við okkur í því erfiða og skammarlega. Hann er ekki hræddur við að koma nálægt þeim hliðum okkar sem láta okkur halda að við séum ekki þess virði að koma nálægt. Sé skömm eitthvað óhreint þá vill hann gera okkur „hrein“ og losa okkur frá skömminni og því sem hún brýtur niður.
Predikun