Trú.is

Engin spurning!

Það má segja að spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi, sem hér er fylgt úr hlaði, sé að nokkru ætlað að bregðast við þessu og hvetja til aukinnar þekkingar á kristinni trú, bæði meðal fermingarbarnanna sjálfra, aðstandenda þeirra og annarra.
Predikun

Til hvers í ósköpunum er ég hérna?

Í dag hefjum við 40 daga andlegt ferðalag sem kallast 40 tilgangsríkir dagar. Það stendur yfir í sex vikur og er fólgið í því að taka þátt í messum á sunnudögum þar sem prédikunin fjallar um þema vikunnar, lesa bókina Tilgangsríkt líf.
Predikun

Amen

Ástin leitar hins heildstæða, bænin leitar hins altæka. Bæn varðar ekki aðeins uppfyllingu einhverrar kröfu eða óskar, heldur að opna lífið fyrir vori lífsins. Bæn er ekki aðeins það að biðja um lausn í einstökum málum og vandkvæðum, heldur að vilja, vona og tjá að lífið sé allt í hendi Guðs.
Predikun

Í lífsins ólgusjó

Litli báturinn hentist til og frá. Fram og aftur, til hliðar, upp og niður og högg mikil komu á hann. Þau sátu í lúkarnum – og heyrðu í óveðrinu sem geisaði. Þau voru á leið yfir Djúpið, 5 manna fjölskylda.
Predikun

Hvað á ég að gera?

Jesús átti sitt sífellda samtal við Guð. Hann sem sjálfur var sonur Guðs, ást Guðs holdi klædd, var ekki undanþeginn því að þurfa að fylla á tankinn, þiggja andlega endurnæringu. Vissulega gekk hann fram í anda Guðs í öllu sem hann gerði, var og sagði, en hitt var líka nauðsynlegt að taka frá sérstakan tíma fyrir Guð. Ef það var honum lífsnauðsyn, hvað þá með okkur?
Predikun

Óreiðuþol

Öll þessi umræða er hins vegar á þann veg að við hljótum að spyrja okkur að því hvert eðli kirkjunnar sé? Hvers konar fyrirbæri er kirkjan, sem við öll tilheyrum en vitum ekki alltaf hvernig við eigum að haga okkur gagnvart, því stundum virkar hún svo hátt upp hafin og fjarlæg, að það er engin almennileg leið til að nálgast hana?
Predikun

Sólarmessa

Í dag ætlum við að skoða hvernig sólin og sólargeislarnir eru okkur lifandi tákn um nærveru hins mikla Guðs. Sunnudagur þýðir sólardagur. Það er dagurinn, sem við öðrum dögum fremur lofum skapara ljóss og lífs. Nýr dagur þýðir ný sólarupprás. Ný birta. Nýtt líf.
Predikun

Í stormi

Kunningi minn einn sagði mér frá því þegar hann fór til landsins helga fyrir mörgum árum síðan og sá alla helstu staðina þar sem Jesú lifði og dó og meira til. Þetta var ferðalag lífsins sagði hann. Ekki það að hann hafi staðið á hauskúpuhæð eða barið augu tvöþúsund ára tré í garðinum Getsemane eða snert staðin þar sem Jesú átti að hafa fæst. Nei, það var Genesaretvatni. Það kom honum á óvart hversu það var lítið.
Predikun

Hræðsla - kvíði - ótti - uggur

Kvíða og ótta er hægt að lækna án hjálpar trúarinnar. En lífsháski og ótti rífur hins vegar falskt öryggi og opinberar nekt okkar. Að okkur læðist lífsangist, grunur um, að líf okkar verði ekki rétt eða fagurt nema eitthvað meira komi til. Það þarf að vekja Jesú!
Predikun

Nútíma fjölskyldur

Konan mín keypti sér uppskriftabók og gat bara eldað eftir henni, alveg hreint ágætis mat. Svo tók hún sig til og þreif klósettið, ég hefði nú getað gert þetta betur sjálfur en vildi ekki setja út á þetta hjá henni, hún var svo dugleg. Hún er meira að segja farin að taka sig til og skúra endrum og eins, þetta er nú hálfgert káf hjá henni, en það er allt í lagi.
Predikun

Samkirkjuleg bænavika

Í dag lýkur svokallaðri samkirkjulegri bænaviku hér á landi. Í liðinni viku sameinuðust hinar fjölmörgu kirkjudeildir sem starfa á Íslandi, um bænahald og margskonar helgihald. Slíkt sameiginlegt starf kirkjudeildanna er af hinu góða og endurspeglar þá einingu sem kirkjan býr yfir og á að endurspegla.
Predikun

Yfirþyrmandi

Textarnir í dag fjalla um atriði sem okkur eru ekki ókunnug eins og þreytu, kraftleysi, kærleika og stórviðri. Það er ekki allt alltaf slétt og fellt í lífinu og ýmislegt sem við þurfum að takast á við, sumt líkar okkur og annað ekki.
Predikun