Trú.is

Klassík

Biblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita þekkingar um uppruna heimsins eða genamengi manna. En hún er leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók eða sniðmát um leyfilegar hugsanir og lágmarks siðferði. Biblían er um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían er alltaf á leið út úr skápnum og inn í lífið.
Predikun

Lífskraftur

Og hvort sem við lesum mest eins og lýst er lesningu Dostojevskís – þegar á reynir í lífinu – eða á reglubundinn hátt, t.d. daglega samkvæmt biblíulestrarskrá Hins íslenska biblíufélags, mun lesturinn móta okkur og styrkja í lífsins ólgusjó. Við getum tæpast ræktað okkar kristnu trú án þess að sækjast eftir því að þekkja þann skrifaða grunn sem hún hvílir á, Heilaga ritningu.
Predikun

Biblían – Innblásið, óskeikult og óbrigðult orð Guðs til þín

Því miður er það samt svo að margt kristið fólk áttar sig ekki á því hversu mikil áhrif tíðarandin hefur á viðhorf þess til Biblíunnar. Án þess að taka eftir því nálgast það Biblíuna með því hugarfari sem viðurkennt er af fjöldanum. Og það hefur áhrif. Jafnvel upp að því marki að litið er á Biblíuna sem aukaatriði, eitthvað sem skiptir ekki meginmáli fyrir það að vera kristinnar trúar, og megi því liggja á milli hluta.
Predikun

Örlæti og Facebook

Fólk er alltaf að lenda í einelti og jafnvel ofbeldi í blogg heiminum. Sá heimur er stundum eins og heimur út af fyrir sig. Hver sem er getur stofnað bloggsíðu og skrifað nánast hvað sem er. Við erum þó alltaf að læra af reynslunni og átta okkur á að stundum þarf að setja mörkin fyrir fólk því það er ekki fært um það sjálft. Til er fullt af fólki sem virðist ekki hafa neitt annað að gera en að níða náungann á netinu.
Predikun

Í upphafi var orðið. Hvaða orð?

Það er hátíð í kirkjunni í dag. Það er biblíudagur. Reyndar eru allir dagar í kirkjunni biblíudagar, eða ættu að vera það. Eiginlega ættu allir dagar kristins manns að vera biblíudagar. Í Biblíunni er geymdur grundvöllur trúarinnar og næring trúarlífsins.
Predikun

Vöxtur og viðgangur

Biblíudagurinn er runninn upp. Vissuð þið það kæru kirkjugestir? Þegar þið risuð úr rekkju í morgun og undirbjugguð ykkur fyrir daginn – voruð þið þá meðvituð um sérstöðu þessa sunnudags?
Predikun

Blótið og Biblían

Einn af sessunautum mínum á umræddu blóti hafði augljóslega hitað sig vel upp, áður en hann mætti til leiks og notaði tækifærið til þess að leggja fyrir klerk spurningar um áreiðanleika heilagrar ritningar, um illskuna og fleiri mikilvæg mál er lúta að trú og kristindómi.
Predikun

Biblíudagur

Akurlendi orðsins er kirkjan. Það er kirkjan í tvöfaldri merkingu. Það er söfnuðurinn og og einstaklingarnir, bæði þeir sem þegar hafa valið að vera hluti af lærisveinahópi Jesú Krists og einnig þau sem eru það ekki en fá að heyra og fá að bregðast við, og það er kirkjan sem er hús og heimili Guðs orðs.
Predikun

Hamingjan góða

Svo er það nú líka þannig að lífið verður aldrei skuldbindingalaust, ef þú lítur á frelsi sem það að vera laus við allar skuldbindingar, þá ertu þræll að eilífu
Predikun

Finnst þér lítið gerast?

Hvað getur þú gert varðandi hin stóru vandamál? Hvernig mun okkur takast að komast út úr erfiðleikum okkar sem einstaklingar og þjóð? Hver leggur okkur lið? Hverjir eru vinirnir? Hverjir hjálpa í raun? Hvað get ég gert í mínum aðstæðum?
Predikun

Orð Guðs varir að eilífu

Ekki þarf lengi að blaða í Biblíunni til að finna sterka og harðorða gagnrýni á þá sem láta auðsöfnun og mammonsdýrkun ráða för. Ber þar hæst orð Krists sjálfs úr fjallræðunni um að enginn geti þjónað tveimur herrum, við getum ekki bæði þjónað Guði og mammón (Mt 6:24).
Predikun