Trú.is

Erum við svefngenglar?

Við þurfum að stofna nýjan banka sem ásamt Blóðbankanum stuðlar fyrst og síðast að velferð manneskjunnar, mætir þörfum hennar í stað þess að nýta sér þær. Inn í þann banka leggjum við hæfileika okkar og félagslegar aðstæður og úthlutum svo viðskiptavinum eftir þörfum án þess að tortryggja aðstæður þeirra því við getum ekki byggt upp samfélag þar sem allur tíminn fer í að greina sauðina frá höfrunum.
Predikun

Leiðarvísir fyrir lífið

Ég tel að ein hagkvæmasta aðgerðin til stuðnings heimilunum nú væri að bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir öll börn þeirra sem misst hafa vinnuna. Ríki og sveitarfélög og frjáls félagasamtök ættu að taka höndum saman um það! Mikið misræmi virðist vera milli réttinda bótaþega eftir því hvers konar bætur um er að ræða, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur. Hér þyrfti neyðarlög um hag heimilanna, sem beinist að því að opna vatnsþétt skilrúm milli ríkis og sveitarfélaganna og mismunandi úrræða í þessum efnum.
Predikun

Næðifæði takk – engan skyndibita

Skyndimennskan er til dauða. Sorgarvinnu og uppeldi verður ekki rubbað af, ástin verður ekki afgreidd með skyndikynnum, lífið er ekki stuttur brandari. Nei. Trúin er stór, sálin er djúp, elska Guðs er löng!
Predikun

Guðs orð á móðurmáli

Hann sagði:„Nú er við höfum þýtt ritningarnar á tungu fólksins, þá verðum við að túlka orð hennar með verkum. Í stað þess að tala um heilaga hluti þá verðum við að iðka þá.“ Hann var að minna á það að besta biblíuþýðingin, og í raun sú eina sem skiptir máli, er sú sem birtist í breytni, viðmóti, líferni fólks.
Predikun

Vaxta sitt pund!

Svartur dagur á miðvikudaginn var á hlutabréfamarkaðinum heima á Íslandi. Sum fyrirtækin á aðallista verbréfamarkaðarins lækkuðu í verði en svo var smáhækkun degi síðar. Skjálfti er á markaðnum og ýmsar kenningar í gangi.
Predikun

Orð til lífs

Aginn er nauðsynlegur þáttur kærleikans. Þetta vitum við foreldrar mæta vel. Ástin er ósönn án aga. Elskan til náungans og til sjálfs þín byggir á aga, að mannlegum kenndum séu sett mörk. Það er margt í Biblíunni sem lesist frá því sjónarhorni.
Predikun

Mustarðskornið

Biblíudagurinn snýst ekki fyrst og fremst um biblíuútgáfur þótt nú séu góð tíðindi af nýrri útgáfu íslenskrar Biblíu 21. aldar, heldur um það hvernig við virðum og umgöngumst Orð Guðs í okkar lífi, hvernig það er virt og hvernig það fær að virka í okkur sjálfum.
Predikun

Ávöxtun arfsins

Það er Biblíudagur. Þitt orð er, Guð, vort erfðafé. Mig langar að við hugleiðum hvernig við ætlum að ávaxta þann arf í því harkalega umhverfi þar sem tekst á um huga og viðhorf fólks í upphafi nýrrrar aldar.
Predikun

Neysluhyggjan og leitin að hinu heilaga

Það er ekki eðlilegt að verðmeta allt, sumt er ómetanlegt. Er hægt að verðmeta súrefni andrúmsloftsins, eða mannlíf þess við hliðina á þér í kirkjunni í dag? Er hægt að verðmeta náttúruauðlindir jarðarinnar, eða þroski og menntun komandi kynslóða?
Predikun

BloggGuð

Jesús var bloggari sins tíma. Blogg nútímans er það að koma boðskap á framfæri. Koma því til skila sem hverfist um í huga. Það sem skilur á milli þá og í dag er það að orðið eða orðin standa stutt við í dag í huga. Ef ekki er staðið á “tánum” og þau meðtekin eru þau frá.
Predikun

Áhrif Biblíunnar - Útbreiðsla kristinnar trúar

Þekkingarleysi er frjór jarðvegur fyrir fordóma, sem leitt geta til sundrungar. Um þetta eru flestir sammála. En hitt er sjaldnar nefnt að þekkingarskortur á eigin trú (yfir 90% þjóðarinnar er kristinn), getur einnig valdið fordómum gagnvart henni og orsakað að menn verði berskjaldaðir fyrir áróðri þeirra sem ýta vilja kristinni fræðslu út í horn.
Predikun

Sáning og tjáning

Orð á orð ofan. Líklega hefur aldrei streymt annar eins orðaflaumur í heiminum og nú á tímum. (Mikið væri það nú gott ef hægt væri að virkja þenna orðaflaum og framleiða til dæmis rafmagn úr honum).
Predikun