Trú.is

Vinur Guðs

Þetta eru máttug hugtök og byggð á þeim veruleika sem um ræddi hér að framan – að vera í Guði, dvelja í anda hans og ást allar stundir. Þeim veruleika fylgir m.a. Friður, Bænheyrsla, Fögnuður, Elska - og samnefnarinn er Trú.
Predikun

Hjarta að handan

Þiggjum anda Guðs inn í líf okkar. Leyfum honum að brjótast í gegn um þykkildi lífsins, tappana og torfærurnar innra með okkur, eins og læk á vori sem ryður sér braut niður fjallshlíðina, mórauður af mold og jarðvegi, en iðandi kátur á leið sinni til hafs.
Predikun

Mikið skelfingar ósköp er mikið talað

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að kosningar eru í nánd. Hver í kapp við annan reyna stjórnmálaflokkarnir að vinna kjósendur á sitt band með miklum orðaflaumi, svo að minnir á ólgandi leysingar að vori. Orð eins og hagvöxtur, samgöngumannvirki, virkjunarkostir, hjúkrunarrými, atvinnusköpun og fleiri svífa um í loftinu eins og marglitar blöðrur. Eins og það sé sautjándi júní.
Predikun

Ég kalla ykkur vini

Jesús kallar okkur vini. Hann kallar okkur til ábyrgðar, til ákveðins hlutverks. Hann sér hvað í okkur býr og kallar það fram, hvetur okkur til að nýta það og þroska. Okkur til heilla og Guði til dýrðar.
Predikun

Elskaðu!

Leiðum hugann að því og meira að segja þeir einstaklingar, sem kenna sig við trúleysi, eru svo innilega velkomnir til kirkjunnar, og ekki síst þeir, því þar höfum við virkilega leitandi manneskjur, sem eru að reyna að fóta sig og finna grunninn að tilverunni, fólk sem pælir jafnvel meira í trúmálum en hinn almenni borgari, það getur maður einnig séð á blogginu góða.
Predikun

Fagna ekki tárin?

Nú eru kveðjustundir í veröldinni. Á flugvöllum og brautarstöðvum. Við útidyr. Á sjúkrahúsum. Við dánarbeð. Fólk faðmast og kyssist. Það er hvíslað kveðjuorðum, blessunaróskum, ástarjátningum. Það er skipst á gjöfum og höndum veifað. Og það er grátið. Sumir kveðjast tímabundið. Aðrir endanlega. Vinirnir taka margt með sér þegar þeir fara. Þeir taka eitthvað úr brjóstum okkar.
Predikun

Ótrúlega holdleg trú

Ég var að lesa bók sem ber heitið Bítlaávarpið og er eftir Einar Má Guðmundsson. Þetta er saga stráks sem tilheyrir hinni svonefndu 68-kynslóð. Í bókinni er lýst þessu undarlega tímabili, þessum skilum í mannkynssögunni, sem urðu fyrir áhrif Bítla og blómabarna. Stórskemmtileg bók. Ég skellihló upphátt af og til á leið minni í gegnum þessa ágætu bók sem lýsir tíma sem hafði jafnframt mikil áhrif á sjálfan mig.
Predikun

Hús og andi

Ég spurði nýlega afgreiðslukonu í bókabúð í Svíþjóð að því hvernig stæði á því að svo mikil ásókn væri nú í sumarbústaði vítt og breitt í kringum stórborgirnar, eins og hún hafði tjáð mér. Hún svaraði að bragði að það væri vegna þess að fólk væri yfir sig þreytt á malbikinu, hávaðanum og hraðanum sem fylgir lífi í stórborg okkar tíma. Við fetum okkur hægt en ákveðið í þessa átt hér einnig.
Predikun

Hver stjórnar kirkjunni?

Í umræðum í íslenskum fjölmiðlum hefur ekki aðeins borið á verulega samstæðilegri vanþekkingu á því hvað kristni og kirkja merkja í raun og veru og fyrir hvað kirkjan og kristnin stendur, heldur einnig því að fjölmiðlafólk hefur kallað til einstaklinga sem í oftar en ekki koma fram annað hvort af lítilli þekkingu en stórum orðum, eða af einhverskonar blandi af minnimáttarkennd og hroka gagnvart trú og kristni og heimskulegum sleggjudómum.
Predikun

Að leita hins góða

Á dögunum fengum við í heimsókn góða gesti suður frá Skáni. Þeir rötuðu lítið hér í Gautaborg og þurfti ég því að vísa þeim veginn heim til mín. Leiðsögnin var einhvern veginn svona: „Þið keyrið framhjá Ikea, akið áfram þar til þið sjáið stóra byggingu - það er Astra Zeneca. Þið beygið þar til vinstri og fylgið hraðbrautinni. Ef þið sjáið MacDonalds á hægri hönd eruð þið á réttri leið. Litlu síðar sjáið þið á vinstri hönd stóra byggingu með merki ABB. Ekkert mál, akið áfram. Svo beygið þið upp þar sem er stórt Volvoskilti, það getur ekki farið framhjá ykkur.
Predikun

Getur þjóð eignast nýtt hjarta?

Hvernig gat það gerst sem orðið er? er hin stóra spurning Gamla Testamenntisins rétt eins og rannsóknarskýrslunnar okkar. Hvernig gat heilt þóðfélag farið á hliðina með þeim hætti sem við blasir? Og það merkilega er að svörin eru hliðstæð.
Predikun