Trú.is

Líf í hendi - kristniboð

Er kristniboð til einhvers? Tölur eru ekki allt, en geta orðið okkur skilningsauki. Í sem stystu máli eru þessar kirkjur einhverjar mestu spútnikkirkjur í heimi. Í Konsó í Eþíópíu hafa íslenskir trúboðar starfað í fimmtíu ár. Á “íslenska” svæðinu eru nú nærri hundrað söfnuðir með um 40.000 meðlimi. Konsóþjóðflokkurinn er samtals um 180.000 manns. Kirkjan er því orðinn nærri fjórðungur þjóðarinnar og hefur því mikil áhrif á samfélag Konsómanna, er að breyta því til góðs um flest. Ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa verið aflagðir eða eru á undanhaldi. Kristnin hefur valdið byltingu á öllum stigum og sviðum.
Predikun