Trú.is

Hrifsarar og gjafarar

Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Predikun

Fer það í taugarnar á þér að Guð skuli vera góður?

Dæmisagan miðlar sem sagt því að guðsríkið lýtur öðrum lögmálum en ríkja í mannheimum. Þar gilda ekki sömu forsendur og í daglegu lífi okkar hér á jörðu, vegna þess að gæska Guðs, er miklu ríkari en nokkur getur ímyndað sér.
Predikun

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun

Endað á himnum

Andspænis stærstu spurningunum, viðfangsefnum tilvistar okkar og mestu umhyggju stöndum við öll í sporum heiðingjans, höfðingjans sem guðspjallið segir frá. Á sumum sviðum þurfum við að játa takmörk okkar og leggja vanda okkar og vonir í hendur Guðs sem gefur okkur lífið og tekur það aftur.
Pistill

Hamingjuleit

Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
Pistill

Saga af ástarsambandi

Og Jónatan – jú, hann átti samkvæmt öllum reglum að taka við af föður sínum, erfa ríkið eins og venjan var á þeim tíma. Ást hans á Davíð var á hinn bóginn slík að hann vildi gera allt sem hann gat til þess að hlífa honum við ævareiðum og voldugum föður sínum.
Predikun

Að vera öðrum til gæfu

Hugsa sér þennan tón, um hin mannlegu samskipti, í riti sem er um 2700 ára gamalt. Huga að hinum fátæku, huga að þeim sem eru útlendir í þínu landi. Tryggja að enginn svelti, tryggja að grunnþarfir allra séu tryggðar.
Predikun

Skýrar og skýrar

Í þessum heimi eigum við í höggi við erfiða og grimma sjúkdóma. En Guð er miskunnsamur; sá Guð sem í Jesú Kristi gekk sjálfur inn í þjáningarnar okkar.
Predikun

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Traustsins verð

Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Að vernda virðuleika flóttafólks

Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus.
Pistill