Trú.is

Við erum hughraust

Við erum hughraust af því að Drottinn er í nánd, af því að Guð friðarins er og mun vera með okkur. Við erum hughraust af því að dauðinn átti ekki síðasta orðið. Farsóttin á heldur ekki síðasta orðið.
Predikun

Núvitundaríhugun, þriðji hluti: Innri líðan

Í dag ætlum við að einbeita okkur að þremur svæðum líkamans sem oft kalla á athygli okkar vegna þess að þar virðast erfiðar tilfinningar setjast að eða koma fram. Kvíði, áhyggjur og streita koma oft fram í sálvefrænum einkennum, sömuleiðis vanmetakennd, skömm og sektarkennd, svo eitthvað sé nefnt.
Pistill

Ég elska þig, gleymdu því aldrei!

Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Pistill

Næring og náttúra

Þessi tvö dæmi geta verið framlag trúarsamfélaga, sagði Halldór Þorgeirsson, að efla andlega næringu andspænis neysluhyggju og að efla vitund um einingu. Og í þriðja lagi, að efla vonina. Við erum stödd á rófinu milli vonar og ótta. Trúin þarf að vera uppspretta vonar, raunhæfrar vonar. Vonin má ekki vera tálsýn eða óskhyggja heldur trúverðug bjartsýni - að horfast í augu við vandann en líka átta sig á lausnunum.
Predikun

Hugvekja: María móðir Drottins í upphafi bænaviku

Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar er þannig undir krossinum með Maríu í raunveruleika samtímans. Vil ég hvetja alla sem tækifæri hafa að fylgjast með átta daga bænunum. Það eru ritningarlestrar, íhugun og bæn fyrir þessa daga sem bænavikan stendur, gefa Guði tíma að morgni eða um miðjan dag eða að kvöldi til að biðja fyrir þeim bænaefnum sem þar eru og því sem andinn minnir okkur á. Áttadaga bænirnar má finna á facebook síðunni: Bænavika 18-25 janúar.
Pistill

Ástin eða feigðin?

Jónas hugleiddi hlátur álfkonunnar og velti því fyrir sér hvað hann þýddi – var það ástin eða feigðin? Sú spurning mætir okkur á öllum krossgötum lífs og tíða. Hún svífur líka yfir vötnum í textum gamlársdags.
Predikun

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Tímamót

Til þess er kirkjan, sama hvað prestakallaskipan líður, sama hvaða nafni presturinn eða djákninn nefnist, sama hvað við nú öll heitum og gerum, til þess er kirkjan að við séum í Kristi, Guði falin og glöð í þjónustunni hvert við annað. Til þess erum við kölluð og til þess lifum við að kraftur Guðs fái unnið sitt verk í okkar lífi og samferðafólksins.
Predikun

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun