Trú.is

Lýðveldið og guðleg forsjón

Mér er heiður að vera hér í Þingvallakirkju í dag og taka þátt í hátíðarhöldum vegna 60 ára afmælis lýðveldis á Íslandi. Hingað á friðlýstan helgistað íslensku þjóðarinnar streymdu allir, sem vettlingi gátu valdið og áttu heimangengt 17. júní 1944 til að sýna samstöðu og fagna sögulegum tímamótum. Þjóðhátíðardagurinn er okkur áminning um gildi þess að þakka það, sem áunnist hefur, og hvatning til að sækja fram af sama áræði og forfeður okkar, sem kvikuðu aldrei frá því marki, að fá að njóta sín sem frjálsir menn undir eigin stjórn.
Predikun