Trú.is

Íslensk þjóð, kristin þjóð!

Íslensk kristni er þjóðinni nær jafn nálæg og náttúran. Íslensk kristni ber mann í hæstu hæðir upplifunar á vængjum andans um leið og hún er rótföst og fær næringu sína úr akademískum jarðvegi þar sem gagnrýnin hugsun og manngildi eru hennar helstu næringarefni.
Predikun

Mín þjóð - þeirra Guð

Þegar Guði og áhrifum hans er úthýst, þegar nærveru hans er ekki óskað og reynt er að gera hlut hans sem minnstan í samfélaginu þá gerist það að rödd Guðs hljóðnar.
Predikun

Á hraðbraut tímans með blaktandi fána

Aflvakinn er að vera aldrei sátt við það sem við höfum. Við leitum lengra og teygjum okkur eftir því sem ekki þykir vera áhugavert á meðan eldri þjóðir eru værukærari. Kann það vera það sem gerir okkur kleift að lifa hér og aðrir öfunda okkur af?
Predikun

Gæska Guðs

Guðspjall dagsins er tekið úr fjallræðunni svokölluðu, ræðusafni í upphafi Matteusarguðspjalls, og tilheyrir jafnframt elsta kjarna ummælahefðar Jesú frá Nasaret. Í þessum kröftugu orðum er fólgið það loforð að trú er aldrei stunduð til ónýtis.
Predikun

Hvar ert þú staddur ?

Það virðist vera innbyggt í mannlegt eðli að vilja staðsetja sig – vita hvar maður er. Það er forsenda þess að við öðlumst yfirlit og samhengi – forsenda þess að umhverfið og aðstæður myndi samhengi.
Predikun

Einvera manns - Nærvera Guðs

“Ég hef lært að vera einn”. Það er mikilvægur eiginleiki, að geta verið og að kunna að vera einn. Skáldið hefur nýtt sér einveruna til að gæta að fuglum himinsins og atferli þeirra, taka sér þá til fyrirmyndar. Þegar þeir tylla sér stundarkorn og hvílast, reikar skáldið um gamla kirkjugarðinn og lætur hugann líða. Einveran gefur manninum tóm til að hugleiða sína eigin tilvist, rýna í kjarna síns eigin sjálfs, sinnar eigin tilveru, horfa í sjáöldur sín í speglinum, hlusta eftir eigin andardrætti, heyra hjartslátt sinn. Hver er ég? Hvar liggja upptök mín, rætur mínar?
Predikun

Skjól

Við erum ekki þjónar hins tímanlega við eigum að vera herrar sköpunarinnar. Ráðsmenn Guðs yfir viðkvæmri jörð sem þarf á allri okkar staðfestu að halda.
Predikun

Við erum öll útlendingar nánast allstaðar.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að öll verðum við eins, með eina trú eða eina menningu eða að við lærum öll að tala hreina íslensku, við, sem hingað flytjumst. En það er hægt að ætlast til þess að öll sem hér búa virði almenn mannréttindi, sýni öðru fólki virðingu, óháð uppruna, trú, kynferði, kynhneigð eða annars sem kann að greina okkur í sundur.
Predikun
Predikun

Samspil ríkis og kirkju

Tvö hús. Þau standa hlið við hlið. Tvö tákn um sögu sem er samofin í þúsund ár. Tvö hús. Dómkirkjan í Reykjavík og Alþingishúsið. Tvisvar á ári rifja þau upp sína formlegu tengingu þegar þau sem þjóna landi og lýð í þinghúsinu ganga fram fyrir altari Guðs, ásamt þjónum kirkjunnar: Við setningu Alþingis og 17.júní.
Predikun

Því Drottinn er góður

Í hundraðasta Davíðssálmi segir: „Öll veröldin fagni fyrir Drottni! Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng! Vitið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Því Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.“ Þessi orð tjá vel það sem í dag hrærir innstu hjartastrengi á frelsishátíð.
Predikun