Trú.is

Framrás guðsríkisins

Við erum nú gengin á vit verkefna hins nýja árs og höfum sum nýtt í huga og jafnvel þegar farið að djarfa fyrir því. Eins er með Jesú í guðspjallinu. Hann hefur rétt lokið við að flytja stefnuræðu ríkis síns, Fjallræðuna, sem hefst á Sæluboðunum.
Predikun

Elskið því útlendinginn

Hatursmenn skrifa hatursbréf. Himininn sendir bréf elskunnar til manna. Hin biblíulegu rit ilma og óma af mannúð, ljóma af hinum mörgu litum fólks og menningu þess. Prédikun 22. janúar 2006 fer hér á eftir.
Predikun

Nokkrar svipmyndir!

Drengurinn var búinn að æfa knattspyrnu í nokkurn tíma. Hann var leikinn með knöttinn og sparkviss, skemmtilegur og góður félagi. Hann hafði flest það sem prýðir góða manneskju, hann var tillitsamur, bar virðingu fyrir þjálfaranum. Hann fór eftir reglum leiksins í stórum dráttum þó svo kom fyrir að hann braut auðvitað af sér, en sjaldan var það gróft.
Predikun

„Auk oss trú ...“

Á dögunum var ég á göngu um Heiðmörkina í góðra vina hópi. Yndisleg ganga í fallegu en köldu veðri. Snjór lá yfir öllu og grenitrén sveigðust undan snjóþunga. Snævi þaktir göngustígar voru erfiðir yfirferðar en gleði- og frelsistilfinning sem umlukti mig á göngunni var erfiðinu yfirsterkari og gerði því gönguna mun léttari en ella. Ekki spillti að vera á ferð með lífsglöðum vinum sem kunnu svo sannarlega að slá á létta strengi og gera daginn eftirminnilegan.
Predikun