Trú.is

María

María er móðir trúarinnar. Hjartað er akur Guðs í brjósti hennar. En hún spyr samt, já hún spyr eins og annað fólk. Hvernig getur það átt sér stað? Hún fær svar, sem aðeins hrein barnssál getur meðtekið. Þegar hún spyr: “Hvernig má þetta verða?” segir erkiengillinn Gabríel: “Guði eru engir hlutir um megn”, (Lk. 1:37).
Predikun

Geisli Guðs og María

Stýrikerfi upphafningar og hreinsunar upphafssögu Jesú náði hámarki - María var ekki lengur mensk heldur komin út fyrir endimörk alheimsins. En María stígur nú af stalli.
Predikun

Sögur úr lífi nokkurra kvenna

Munið þið eftir forsíðu á Morgunblaðinu í þessari viku, þar sem var mynd af konu með lítið barn? Barnið var nýfætt og það og móðir þess voru í flóttamannabúðum, þangað sem þau voru nýkomin. Barnið fæddist ekki þar, það fæddist í Bagdað, þar sem fjölskyldan átti heima. Þegar það fæddist dundu yfir loftárásir og sprengjuregn og því var ekkert ráð annað fyrir konuna og nýfædda barnið að hrekjast af heimilinu sínu og fara á flótta.
Predikun