Trú.is

Jarðeldur, krókusar, mannsbarn

Tíðindi berast. Eldgos er hafið. Jörðin hefur opnast og hún lætur lausan eld og brennistein. En jörðin leysir fleira úr viðjum en eyðandi eld.
Predikun

Að þurfa ekki að rekja upp

Missið ekki af sýningu Guðrúnar Guðmundsdóttur, Ævispor, í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Henni lýkur 25. apríl.
Predikun

Hinn nýi Adam

María stendur á þröskuldi nýs tíma, nýs upphafs. Með hlýðni sinni gerðist hún það verkfæri sem Guð notaði til að greiða nýjum Adam veg í heiminn. Með því greiddi hún fyrir lausn á þeim vanda sem óhlýðni okkar veldur. Með hlýðni hennar gat Guð skapað upphaf nýrrar sögu fyrir mig og fyrir þig.
Predikun

Hin heilaga hreiðurhvöt

Hreiðurhvötin er líklega heilagt ástand sem á uppruna sinn hjá algóðum Guði og hlotnast verðandi mæðrum af náð til að þær megi veita afkvæmum sínum allan þann tíma og kærleika sem þau þarfnast.
Predikun

Boðunardagur Maríu

María hið kvenlega í trúarlífi og tilbeiðslu. Og hún minnir á stöðu og hlut kvenna í okkar heimi. Samtíminn horfir upp á skefjalaust ofbeldi gegn konum og börnum, heimilisofbeldi, mansal, kynlífsþrælkun, kvenfyrirlitning. Það stendur stríð um konuna og hlutverk hennar í þágu lífsins!
Predikun

Léttmeti eða sundurrifið hjarta hins iðrandi manns.

Við virðumst eiga erfitt með að samþykkja galla okkar og þá staðreynd að við þurfum hjálp. Þess í stað leitum í skyndilausnir og léttmeti. En lausnina er að finna í Kristi og kostar þá mikið að tileinka sér hana, en gefur þess meira.
Predikun

Að lofa Guð í lífsins raunum

Og við fögnum með þeim, mæðrunum, sem hvor á sinn hátt fengu guðlegt fyrirheit um fæðingu sonar. Hanna hafði beðið lengi eftir því að verða barnshafandi og varð loks að ósk sinni eftir að hafa úthellt hjarta sínu fyrir Drottni í musterinu í Síló. María átti hins vegar á ýmsu öðru von en barni, nýtrúlofuð manneskjan, kornung að aldri og hafði ekki karlmanns kennt.
Predikun

Hvað getum við lært af Maríu guðsmóður?

Hvernig má þetta verða, spurði María, - hún reyndar svaraði spurningunni sjálf, - fyrir trú. Hún gekk fram í trú, von og kærleika. Ef við fylgjum fordæmi hennar í þessum efnum, þá fáum við einnig að koma auga á leyndardóminn mikla og þá getum við einnig tekið undir lofsönginn góða: Önd mín miklar Drottinn, og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
Predikun

Andi kærleikans, María og samkynhneigðir

Andi kærleikans blæs víða. Kærleikurinn leitar ekki síns eigin heldur einhvers til að elska. Að finna ástina, elskhuga og fullkominn jafningja, er vitnisburður um dýrð Guðs í heiminum okkar. Lífsförunautur sem vill elska, njóta og erfiða með manni er gulls í gildi.
Predikun

Hugrekki og hógværð Maríu

Sögur þeirra Maríu, Elísabetar og Hönnu sýna okkur að reynsla kvenna er dýrmæt. Við værum fátækari ef saga þeirra hefði ekki verið skráð, en því miður liggur saga kvenna í mannkynssögunni og í Biblíunni oftast í þagnargildi, ósögð.
Predikun

Verði mér eftir orðum þínum

Þessum frásögnum hafa margir trúað og margir trúa þeim enn. Þær eru þó ekki studdar línuritum eða myndum frá hárfínum linsum gervihnattanna sem sveima yfir höfðum okkar. Nei, við þurfum ekki á slíku að halda enda sýna dæmin það að jafnvel slíkar upplýsingar virðast hrekjanlegar hvort sem dagurinn heitir fyrsti apríl eða eitthvað annað.
Predikun

Boðunardagur Maríu

Umræða samtímans ber með sér að fólk hefur áhyggjur af ofveiði fisktegunda í sjónum og ofnýtingu fallvatna til rafmagnsframleiðslu. En hefur enginn áhyggjur af þurrð andlegra verðmæta, að við göngum of hratt á þau með því að vilja endalaust þiggja náð Guðs án þess að taka trúna alvarlega og helga líf okkar Jesú Kristi í raun og veru?
Predikun