Trú.is

Með áhyggjur í sófanum

Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru tíðindi af okkur sem erum alin upp í sófum víðsvegar í hinum þróuðu ríkjum. Fregnir herma að hugur okkar nái ekki alveg utan um þau lífsgæði að njóta öryggis og velsældar. Það eru jú engin dæmi um slíkt í samanlagðri sögu þessarar lífveru sem við erum. Kóngarnir sem við stundum nefnum í ritningarlestrum hér í kirkjunni, Davíð, Salómon og Ágústus svo einhverjir séu nefndir, nutu vissulega forréttinda miðað við alla hina sem þurftu að strita myrkranna á milli fyrir fábrotnustu lífsgæðum. En, maður minn, flest okkar lifum í vellystingum jafnvel samanborið við þá.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Sá sem tortímir heimum

Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Predikun

Hörmungar í sandinum

Hvert mannsbarn ætti að þekkja sönginn sem ómar í sunnudagskólanum um þann hyggna sem byggði hús á bjargi og þann heimska sem reisti sitt á sandi: „Og húsið á sandinum það féll!“ Í meðförum barnanna verður sagan kómísk og er undirstrikuð með kraftmiklu klappi þegar allt hrynur.
Predikun

Samtal við illvirkja

Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Predikun

Uggur og ótti

Og hvað með okkur? Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams? Hvað gekk þeim til? Var hugsjónin um líf í allsnægtum svo sterk í hugum okkar að þar mátti fórna nánast öllu til? Spurning Kierkegaards var ekki ósvipuð. Hann spurði út í þá trú sem einkenndi samfélag það sem hann var hluti af. Í okkar tilviki byggir hún á velmegun og þægindum sem við viljum helst eignast án fyrirhafnar og þrauta. Við viljum helst ýta öllu slíku yfir á aðra.
Predikun

Fórnir og hreinsunaraðferðir

Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Predikun

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Hvað var fullkomnað?

Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Það þarf að kenna fólki að deyja

,,Það þarf að kenna fólki að deyja.“ Yfirskriftin er tilvitnun í Helga Hallgrímsson föður Hallgríms og eitt áhrifamesta verkið sýnir Helga á þessum tímamótum lífs og dauða.
Predikun