Trú.is

Hvað ætlast Guð til af þér?

Gera rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti.
Predikun

Ég styð Eddu Falak

Hlaðvarpið opnar fyrir rödd kvenna. Opnar fyrir rödd þeirra kúguðu og undirokuðu sem hafa búið við misnotkun og ofbeldi árum og áratugum saman. Ég fagna þeim röddum sem nú koma fram og segja sögu sína. Segja frá brotum og kúgunartilburðum karla. Karlar kveinka sér undan frásögnum kvenna. Þeir geta hvorki notað hólmgöngur né lagarefjar til að verja «heiður sinn». Heiður þeirra fór um leið og þeir brutu gegn annarri manneskju. Vissulega verða margir karlar aldrei dæmdir að lögum en hin nýja bylting kennd við metoo mun láta þá lifa við þann «fjörbaugsgarð» að sögum þolenda þeirra er trúað. Ég styð Eddu Falak og þann starfa hennar að hjálpa röddum kvenna að heyrast.
Pistill

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun