Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)
Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
English
In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Árni Þór Þórsson
25.8.2025
25.8.2025
Predikun
Undrun og efi
Undrunin og efinn eru allt um kring í því sem kristnir menn kalla síðstæða siðbót kirkjunnar. Hún starfar í heimi sem ber í senn vott um fegurð og tign skaparans er sýnir að sama skapi merki þess að vera fallinn. Á þeim grunni hefur sannleiksleit kristinna manna hvílt og áfram heldur hún inn í nýja tíma þar sem við horfum upp á nýjar aðstæður sem eiga sér þó rætur í sömu mannlegu þáttum og við lesum um í hinni helgu bók.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.4.2025
26.4.2025
Predikun
Ofbeldi múgsins
Samtalið tekur á ýmsum þáttum í samfélagi fólks. Í lokin býr hópurinn sig undir að grýta Jesú. Þar birtist okkur ofbeldi múgsins í sinni skýrustu mynd. Fórnarlömb slíkra ódæðisverka þola grjótkast úr öllum áttum en gerendurnir geta hlíft samvisku sinni með því að enginn einn ber ábyrgð á banahögginu. Við könnumst mögulega við þá afstöðu í ýmsu samhengi, til að mynda óvæginnar umræðu þegar sótt er að einstaklingi úr öllum áttum.
Skúli Sigurður Ólafsson
6.4.2025
6.4.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Takk, heilbrigðisstarfsfólk!
Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
20.10.2024
20.10.2024
Predikun
Tarfurinn og stúlkan
Þannig endurspeglar sjálfsprottin listin í fjármálahverfinu þessar tvær ólíku hliðar mannlífs og samfélags. Árið 2017 setti baráttufólk fyrir bættu jafnrétti kynjanna styttu af óttalausu stúlkunni, beint fyrir framan tarfinn. Hún var eins og mótvægi við ruddalegt aflið sem heimurinn hefur fengið svo oft að kynnast. Síðar var hún færð þaðan eftir þrýsting en fótsporin hennar eru enn í stéttinni.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.9.2024
8.9.2024
Predikun
Fyrsta persóna fleirtölu
Lykilorðið í upphafi stólræðu á fyrsta sunnudegi eftir kosningar er þó ekki nafn Hölllu Tómasdóttur og keppinauta hennar. Nei það er fyrsta orðið sem hér var nefnt: „Við“: Fyrsta persóna fleirtölu. Hún ólík fyrstu persónu eintölu – sem stundum tröllríður textum og frásögn. Þá ættu rauðu flöggin að fara á loft og grunsemdir að vakna um að egóið hafi vaxið meira en góðu hófi gegnir. Ég-ið drottnar þá yfir öllu og öllum.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.6.2024
2.6.2024
Predikun
Trúin er ávallt leitandi
Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Þorvaldur Víðisson
12.5.2024
12.5.2024
Predikun
Setning prestastefnu 2024
Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Sveinn Valgeirsson
16.4.2024
16.4.2024
Predikun
Vondi hirðirinn
Vondi hirðirinn í útvarpsþáttunum vann vissulega engin fólskuverk. Eigendur hlutanna höfðu í einhverri fljótfærni losað sig við þá og voru fremur sáttir við að fá þá aftur í hendurnar. Ádeilan beinist ekki að honum sjálfum, heldur snýr vonskan í titlinum fremur að því samfélagi sem flýr ábyrgð sína og ákvarðanir.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.4.2024
14.4.2024
Predikun
Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?
Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.1.2024
19.1.2024
Pistill
Hlutverk biskups Íslands
Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Þorvaldur Víðisson
15.11.2023
15.11.2023
Pistill
Færslur samtals: 28