Ekki Drottna heldur vera fyrirmynd: Hirðar að fornu og nýju
[Á] sama tíma og pistillinn talar sérstaklega til þeirra sem í stafni standa höfða orð hans til okkar allra, sama hvaða störfum við gegnum. Því að allar manneskjur eru einhvern tíma í einhverju samhengi í valdastöðu gagnvart öðrum og þá hlýtur sama reglan að gilda, að maður skuli forðast að „drottna“, þ.e.a.s. gera sig sekan um e-s konar valdníðslu, en leitast frekar við að vera sjálfur eða sjálf góð fyrirmynd í framgöngu sinni.Þegar öllu er til skila haldið snúast því þær spurningar um hirðishlutverkið, sem textar dagsins velta upp, um það hvort maður sé þess trausts verður sem fylgir „hirðishlutverki“ manns hverju sinni, sama í hverju það felst, og um það á hvaða forsendum maður rækir það hlutverk.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
23.4.2023
23.4.2023
Predikun
Spurt í þrígang
Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.4.2023
24.4.2023
Predikun
Málhalti leiðtoginn
Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Skúli Sigurður Ólafsson
29.1.2023
29.1.2023
Predikun
Hvunndagshetjur
Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.1.2023
8.1.2023
Predikun
Hrifsarar og gjafarar
Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Skúli Sigurður Ólafsson
27.2.2022
27.2.2022
Predikun
Um hvað ertu?
Líklega spyr Biblían og svarar sömu spurningu um okkur: ,,Um hvað ert þú?" Það sýna frásagnirnar sem hér voru lesnar. Og hún hvetur okkur til að bera hana upp, ekki aðeins við okkur sem einstaklinga heldur við hvert það samfélag sem við tilheyrum.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.6.2021
13.6.2021
Predikun
Af hverju vildu Íslendingar Vídalínspostillu en ekki Gíslapostillu?
Segja má að Gíslapostilla hafi gleymst í kjölfar þess að postilla Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raunin.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.9.2020
14.9.2020
Pistill
Trúin í boltanum og trúin á boltann
Fótboltinn birtist okkur nú sem vettvangur trúarlegs atferlis í almannarými. Í ljósi þess hversu margir fylgjast með, er óhætt að segja að óvíða veki bænir, signingar og önnur tjáning jafn mikla athygli og á fótboltavellinum.
Skúli Sigurður Ólafsson
25.1.2020
25.1.2020
Pistill
Jóhannes og sólin
Já, þeir spurðu hann: „Hver ertu?“ Spurning sem þessi er kannske hversdagsleg en hún getur líka verið nærgöngul og afhjúpandi.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.12.2019
22.12.2019
Predikun
Mest og best
Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
7.4.2019
7.4.2019
Predikun
Íslenskar siðbótarkonur!
Ég fylltist eldmóði yfir því að við yrðum að finna slíkar konur hér á landi líka og hvatti sagnfræðinga til rannsókna.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
8.8.2017
8.8.2017
Pistill
Færslur samtals: 11