Trú.is

Gestrisnin: Hin æðsta dyggð

Reglum gestrisninnar hefur verið lýst sem því sviði þar sem trúarhugsun Miðausturlanda kemur til framkvæmda gagnvart manninum sem kærleikur, ekki aðeins gagnvart þeim sem tilheyra sama ættbálki eða fjölskyldu heldur gagnvart hverjum þeim sem kveður dyra. Gestrisnin er þannig í raun birtingarmynd hins sanna guðsótta, sem er í grunninn traust á lífsstyrkjandi mátt góðs guðs, sem endurspeglast í gestrisninni.
Predikun

Hin heilaga þrenning

Frá upphafi veraldar hefur einhver úr guðdómnum gengið með okkur á jörðinni. Fyrst gekk Guð á jörðu, síðan Jesús og nú höfum við heilagan anda og fyrir heilagan anda fá menn kraftinn til að boða fagnaðarerindið um Jesú “allt til endimarka jarðar”
Predikun

Garðar

Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.
Predikun

Takk, Guð að ég er eins og ég er!

Kannski upplifum við okkur sett út fyrir af samfélaginu. Tilheyrum minnihlutahópi. Eða þá að við höfum gert eitthvað sem fólk dæmir okkur fyrir. Og það kemur fyrir okkur öll einhvern tíma að við gerum mistök. Eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, eitthvað sem við sjáum eftir, gerumst sek um dómgreindarbrest, brjótum jafnvel harkalega gagnvart annarri manneskju. Stundum dæmir samviskan ein, stundum bæði samviska og samfélag. En Jesús bendir okkur á að ekkert er svart eða hvítt. Hlutirnir eru aldrei alveg eins og við höldum að þeir séu.
Predikun

Kvenréttindi eru mannréttindi

Ný stjórnarskrá á að færa okkur nær betra og réttlátara samfélagi, alveg eins og reglum um meðferð kynferðisbrota er ætlað að gera kirkjuna okkar betri og öruggari, fyrir okkur öll.
Predikun

Hver er kreppta konan III

Það er afkreppandi þegar okkur er mætt sem manneskju sem er mikils virði. Það er afkreppandi þegar við erum virt fyrir það sem við erum, fyrir það hvernig okkur líður, ekki hvort við erum í valdastöðu eða eigum réttu vinina.
Predikun

Hver er kreppta konan II

Þarna er það samstaða kvennanna sem er lykilatriði. Þær gefast ekki upp. Þær vilja ekki vera krepptar heldur legga mikið á sig til þess að rétta sig sjálfar við og rétta um leið við systur sínar í landinu.
Predikun

Hver er kreppta konan I

Konan hefur ekki hugsað sér að bera skömmina lengur. Hún vill skila henni aftur til ofbeldismannsins jafnvel þó að það þýði að hún verði að berjast gegn valdamiklum mönnum í áratugi. Hún er hætt að líta í eigin barm í leit sinni að ástæðu ofbeldisins.
Predikun

Þrenning og þrútin alda, ferming og fögur lauf

Vorið bjarta er orðið að fögru sumri, þegar þið sem síðasti hópur fermingarbarna Hafnarfjarðarkirkju að þessu sinni, gangið fram til að fermast við fagurt altari kirkjunnar. Blóm og grös hafa enn einu sinni sprottið úr jörðu, fuglar, margir langt að komnir, búið sér hreiður og klakið út eggjum og komið upp ungum og lauf vaxið á trjám til að næra þau á ilgeislum sólar.
Predikun

Hin raunverulega trúarjátning

Kannski þarf maður ekki að vera sérfræðingur í þróunarsögu kristinna játninga til að geta játast Kristi? Er kannski nóg að vita að eitthvað sé til æðra mannlegum mætti, eitthvað óendanlega stórt og göfugt, þyrsta í að kynnast því og treysta því að Jesús hafi lykilinn að því? Svona eins og Nikódemus.
Predikun

Móðurlíf trúarinnar

Hann sagði: Ef einhver spyr mig hvort ég elski Guð þá get ég ekki sagt mikið um það en ég gæti hugsanlega sagt að ég elskaði hann pínulítið á sunnudögum og kannski á fimmtudögum. . .
Predikun

Lúther og Nikódemus

Þegar við fylgjumst með umræðu um trú og kirkju er auðvelt að fá á tilfinninguna að hin raunverulega glíma manneskjunnar við hinstu rök tilverunnar, fari fram einhvers staðar annars staðar. Við stöndum okkur vel í að halda utan um gamlar spurningar og gömul svör – höldum þeim til haga og útlistum þau vandlega – en tökum við slaginn um það sem brennir á okkur hér og nú?
Predikun