Trú.is

Hið æðsta boðorð

Guð veit hvaða freistingar við búum við.. og hann getur gefið okkur styrk, við þurfum bara að biðja um hann.. Bænin er sterkasta vopnið sem við eigum.. þegar við biðjum.. þá biðjum við, vegna þess að við trúum á Guð, trúum að hann heyri bænina, trúum að hann gefi okkur styrk og trúum því að hann leiði okkur réttu leiðina..
Predikun

Jón Steinar og fyrirgefningin

Við munum öll þegar hann Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði að stúlkurnar sem Robert Downey braut á þyrftu bara að fyrirgefa honum, þá myndi þeim líða betur. Jesús segir líka að við eigum að fyrirgefa. Ekki bara sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö. Og það má segja að fyrirgefningin sé rauði þráðurinn í gegnum kristna trú, á henni byggjast allar okkar hugmyndir um samband okkar við Guð, Guð fyrirgefur okkur syndir okkar, þess vegna eigum við líka að fyrirgefa öðrum sem brjóta gegn okkur.
Predikun

Lost and found… and together again!

The lost sheep was not only found, but it was brought back to the group again. In the same way, a Christian person needs to be with other Christians, his brothers and sisters, a community to which he or she can belong. And that community is the church.
Predikun

Dauði ekkjunnar

Ég held að þessi saga sé ekki svo mikið til þess að við fáum sektarkennd yfir því að við gefum ekki nóg. Hún er miklu frekar áfellisdómur yfir stofnunum samfélagsins. Stofnunum sem eru farnar að þjóna allt öðru hlutverki en þær áttu að gera í upphafi. Stofnunum sem eru farnar að mergsjúga fólk í stað þess að bæta lífsgæði þess. Og Jesús spáir því í raun, að samfélag sem ekki hugsar um lítilmagnann, samfélag sem mergsýgur heimili ekkna, það fær ekki staðist.
Predikun

Talað um himnaríki

Sögurnar enda ekki allar vel. ,,Líkt er um himnaríki" – svona hefst frásögnin, en í lokin lesum við um böðla og skuld sem ekki varð goldin nema með óskaplegum þjáningum.
Predikun

Játningar

Játningin greiðir úr tilfinningaflækjum og gerir okkur kleift að hefja nýtt upphaf.
Predikun

Fátækt á Íslandi

Framtíð Þjóðkirkjunnar og kirkjunnar í heiminum mun ráðast af því hvernig við mætum aðstæðum fólks og kirkja sem ekki deilir kjörum með þjóðinni hefur hvorki spámannlega rödd né trúverðugleika. Á Landsmóti ÆSKÞ mátti skynja vel þann eldmóð og þá sterku réttlætiskennd, sem unga fólkið í kirkjunni býr yfir. Þann eld þurfum við sem eldri erum að glæða og ávöxturinn verður réttlátari heimur.
Predikun

"Sektir mínar og syndir barst" - á dánardægri síra Hallgríms

Magnús Jónsson, prófessor, segir á einum stað í sínu mikla ritverki um sr. Hallgríms, að í rauninni hafi hjónaband þeirra Guðríðar verið “ákaflega einfalt og auðskilið” án þess þó endilega að setja fram fullkomlega sannfærandi rök fyrir þeirri skoðun. Ég læt mér aftur á móti til hugar koma að hjónaband þeirra hafi verið flókið, en einmitt vegna þess að það kann að hafa verið snúið þá bjó það líka vel hugsanlega yfir slíkri “dýnamík” að það gat orðið til að virkja sköpunarmátt skáldsins meir en annars hefði orðið.
Predikun

Málmhaus

Kirkjubruninn varð mér til íhugunar um hlutverk kirkju á Íslandi. Hera tók út reiði sína á Guði með því að brenna kirkjuna sem pabbi og mamma hennar sungu í, bróðir hennar var jarðsunginn frá og þar sem myndin af Kristi horfði á hana.
Predikun

Er einelti félagslegt lögmál?

Þolendur eineltis hafa því miður flestir upplifað að þurfa að biðja gerendur sína afsökunar frammi fyrir skólastjóra, byggða á þeirri hugmyndafræði að það sé sjaldan einum að kenna þegar tveir deila. Sé hægt að finna sekt hjá eineltisþolenda, sem oftar en ekki er ofbeldisréttlæting hópsins, er hún í engu samræmi við sekt þess sem beitir eineltisofbeldi.
Predikun

Hvað blasir við?

Situr ekki þjóðin löskuð eftir? Hún hefur vissulega fengið að kenna á ýmsum lögmálum með ónotalegum hætti. Ekki neitum við því, en sannarlega voru þar aðrir guðir að verki sem teymdu menn áfram á bindinu niður í öldudal kreppu og himinhárra skulda. Ekkert í ritningunni mælti með því háttarlagi sem komið hefur okkur þangað sem við erum.
Predikun

Náðin og fyrirgefningin

Konungurinn fór vel með sitt vald að mínu mati, ekki síst vald fyrirgefningarinnar en skulduga þjóninum brást bogalistin með hörmulegum hætti. Hann var eitt stórt ÉG og því fór sem fór. Jesús vill undirstrika hversu mikilvægt það sé að samskipti fólks séu gegnsýrð valdi fyrirgefningarinnar, af því hljóta allir blessun, ekki síst sá sem braut af sér
Predikun