Vinur velkominn, vinur velkominn.

Vinur velkominn, vinur velkominn.

Í vetur kynntist ég hjónum frá Íran sem komu hingað að leita hælis. Hann hafði verið leiðtogi kristins safnaðar þar í landi, en þar er bannað að breiða út kristna trú. Rétt fyrir jól fyrir tveimur árum var hann fangelsaður og pintaður. Þau enduðu hér á Íslandi og fundu söfnuði hælisleytenda kirkjunnar. En þegar konan var aðeins komin 30 vikur á leið fór henni að lýða illa. Þau leituðu á sjúkrahús og ljós kom að hún var komin með meðgöngueitrun. Hún var drifin í keysaraskurð og fæddi heilbrigða stúlku. Já, þakka, sál mín, þú, þakka' og lofsyng nú, fæddum friðargjafa, því frelsari' er hann þinn, seg þú: "Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn. Vinur velkominn.
Mynd

Gleðilega hátíð ljóss og friðar. Ég heilsa ykkur með orðum postulanna, náð sé með ykkur og friður. 


Hún er gengin í garð, hátíðin kæra, jólahátíðin. Guði sé lof og dýrð. Hún gekk garð núna rétt í þessu þegar kirkjuklukkurnar hringdu. Þá komu jólin í hjörtu okkar, þegar við heyrum þennan klukknahljóm og þegar sálmasöngurinn ómaði. 


Sjá, himins opnast hlið, heilagt englalið, fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal, yfir eymdadal. Yfir eymdardal.


Sálmur séra Björns Halldórssonar er dáltið raunsær. Þessu heimur er ekki alltaf sérlega glæsilegur eða góður. Hann getur verið frekar erfiður og stundum grimmur. Við vorum herfilega minnt á það núna í desember í óveðrum sem gegnu yfir landið. Þó svo að við höldum stundum að við séum  búin að sigrast á náttúruöflunum og þurfum ekki að treysta á neitt nema okkur sjálf þá er það ekki alveg þannig. Rafmagn og hiti fór af heilu sveitunum með alvarlegum afleyðingum fyrir dýr og menn. Við upplifðum hvað við erum lítils megnug og hvað við þurfum mikið á hvert öðru að halda.  


En í hríðarbil, myrkri og kulda mættu hjálparsveitir eins og englar á jólanótt og björguðu því sem hægt var. Þau leituðu að þeim sem týndus, komu fólki og dýrum í öruggt skjól. Þau fluttu lækna og hjúkrunnarfólk á sjúkrahúsin. Þau sóttu þakplötur og annað sem fauk til að minnka hættu og skaða. Þau eru svo sannarlega heilagt englalið.  


Jólin koma líka til okkar með jólaguðspjallinu. Fæðingarfrásögn Lúkasar sem lesin er hver jól. Englarnir birtust hirðum úti í haga og færðu þeim gleði fréttirnar. Hirðum sem voru ekki einu sinni það merkilegir að þeir gætu borið vitni í rétti. Fátækir verkamenn sem fengu aðeins laun fyrir hvern dag, vissu í raun ekki hvað næsti dagur bæri í skauti sér. En samt fá þeir þetta mikilvæga hlutverk að færa heiminum fagnaðarboðskap.  


Með fegins fregn ég kem: Fæðst í Betlehem
blessað barn það hefur, er birtir Guð á jörð, 

frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð, Þökk sé Guði gjörð.  

Þökk sé Guði gjörð.


Í vetur kynntist ég hjónum frá Íran sem komu hingað að leita hælis. Hann hafði verið leiðtogi kristins safnaðar þar í landi, en þar er bannað að breiða út kristna trú. Rétt fyrir jól fyrir tveimur árum var hann fangelsaður og pintaður. Fjölskyldan hans vissi ekkert hvar hann var, en einhvernvegin náði faðir hans að finna hann og fá hann leistan úr haldi. Hann flúði Íran ásamt konu sinni og þau vildu komast eins langt í burtu og þau gætu. Þau voru búin að reyna að eignast barn í 18 ár en þegar þau voru á ferðinni komst hún að því að hún ætti von á barni. Þau enduðu hér á Íslandi og fundu söfnuði hælisleytenda kirkjunnar. En þegar konan var aðeins komin 30 vikur á leið fór henni að lýða illa. Þau leituðu á sjúkrahús og ljós kom að hún var komin með meðgöngueitrun. Hún var drifin í keysaraskurð og fæddi heilbrigða stúlku. 


Já, þakka, sál mín, þú, þakka' og lofsyng nú, fæddum friðargjafa, því frelsari' er hann þinn, seg þú: "Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn. Vinur velkominn


En þau áttu ekki von á því að barnið kæmi svona fljótt og ekkert var tilbúið.  Við prestarnir sem þjónum hælisleytendum töluðum við fólk sem við vissum að ættu eða gætu útvegað barnaföt og ef til vill eitthvað fleira sem þau þyrftu. Ég hef sjaldan verið jafn hrærð og stolt af samferðafólki mínu og vinum. Kærleikur þeirra og gestrisni var ótrúleg. Það voru prjónuð heimfararsett, fundnir sjógallar, kerrupokar, barnarúm, lítil föt og teppi. Á örfáum vikum voru þau komin með allt sem þau þurftu. Á meðan dafnaði stúlkan á spítalanum og ungu hjónin töluðu um það hversu vel var hugsað um þau þar. Þau þökkuðu fyrir sig á hverjum degi. Þau eru svo þakklát fyrir það hve allt hefur gengið vel og hvað það er mikið af góðu fólki á Íslandi. Síðasta föstudag fengum við svo þær fréttir frá útlendingastofnun að þau væru komin með hæli. 


Þau voru boðin velkomin, fá skjól, fá að festa rætur. Stúlkan var skírð Ester, gjöf Guðs. Þau þurfa ekki að vera hrædd og við öll sem höfum fengið að kynnst þeim þurfum ekki að vera hrædd um að missa þau út í óvissuna.


Jólaguðspjallið er formáli Lúkasarguðspjalls, það gefur tóninn fyrir boðskap Lúkasar og boðskap hinna ungu trúarbragða sem Lúkas var að skrifa í. Þegar við lesum fæðingarfrásögu Lúkasar miðlar hún til okkar kjarna kristinnar trúar. Guð kom í heiminn og gerðist maður.  Hann var lagður í lágann stall. Foreldrar hans voru ekki merkilegt fólk, eftir fæðingu hans voru þau á flótta. Lágt settir daglaunamenn fengu heimsókn frá englum, þeir breiddu út fagnaðarborðakapinn. 


Ó, Guðs hinn sanni son, sigur, líf og von
rís með þér og rætist, þú réttlætisins sól, 

allt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. Ég held glaður jól. Ég held glaður jól. 


Jólin eru svo sannarlega komin og kraftaverk jólanna er hér. Það gerast kraftaverk á hvejum degi og á hverjum degi hittum við engla í mannsmynd. Í þér og mér þegar við hjálpum þeim sem eru úti í kulda og trekki og eru hrædd um líf sitt. Þegar við bjóðum fólk velkomið að dvelja hjá okkur. Bjóðum öryggi og skjól. Gefum fólki sem við þekkjum ekki gjafir. Það sanna og góða sem jólaguðspjallið boðar okkur er að við þurfum ekki að vera hrædd, Guð er í heiminumm og hann kom í heiminn sem lítið barn. Hann er með okkur.


Á hæstri hátíð nú hjartafólgin trú
honum fagni' og hneigi, af himni' er kominn er, sál og tunga segi með sælum englaher. Dýrð sé, Drottinn, þér. 

Dýrð sé, Drottinn, þér.


Friður Guðs sem æðri er öllum skilningi, varðveiti hjörtu ykkar og hugsanir í Kristi Jesú. Amen.