Þrumur og eldingar
Ég var til dæmis inntur eftir því í heita pottinum í vikunni hvaða skilaboð almættið hefði verið að senda okkur þegar eldingunni laust niður í turn Hallgrímskirkju. Ég svaraði því til í sömu glettni að þarna væri verið að amast yfir túrismanum sem tröllríður öllu í miðbænum! Hér forðum hefði þetta ekki verið sett fram í gríni. En trúin mótast með tímanum. Siðbótarmenn börðust gegn hugmyndum sem þeir kenndu við hjátrú og bentu á að hina sönnu kirkju gætum við fundið í hjarta hverrar kristinnar manneskju. Þar talar texti dagsins til okkar. Hann lýsir sterkum tilfinningum, undrun, ótta, máttleysi og svo hugrekki, von og trú, já þeirri upprisu sem síðar átti eftir að sigra heiminn.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.2.2025
7.2.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Að láta ljósið skína
Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
31.10.2024
31.10.2024
Pistill
Máttur þagnarinnar
Við skulum líka temja okkur að þegja stundum, gefa okkur þögninni á vald, utan kirkju sem innan, - og hlusta með mikilli athygli á hljóðin sem okkur berast til eyrna. Við getum t.d. heyrt í trjánum þegar vindurinn hreyfir við greinum þeirra. Fyrr en síðar lærum við líka að hlusta á það sem bærist okkur í brjósti. Þá fara umhverfishljóðin að minnka og hljóma brátt sem blíður blær. Það hægist á andardrætti okkar og púlsinum og við náum virkilega að slaka á og hvíla, - í Guði. Ég er að tala um mikilvægi kyrrðarbænarinnar en margir hafa kynnnt sér hana og iðka hana hér á landi í dag. Ég held að Jesús hafi í þessu tilviki ekki beðið upphátt heldur í hljóði þar sem hann lagði tengdamóður Símonar í hendur Guðs sem læknaði hana umsvifalaust. Og lófi Guðs er nægilega stór til að við getum þar öll notið hvíldar og næringar. Þar getur hróp okkar verið þögult, hann heyrir það samt eins og segir í sálminum góða.
Sighvatur Karlsson
16.10.2024
16.10.2024
Predikun
Rótin sem við tilheyrum
Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Árni Þór Þórsson
14.10.2024
14.10.2024
Predikun
Kynjajöfnuður í kirkjunni
Kirkja sem aðeins viðurkennir karla sem presta er fátæk kirkja. Leiðtogar slíkrar kirkju hafa lítinn skilning á reynsluheimi helmings samfélagsins. Því er íslenska þjóðkirkjan stærri, opnari og betri staður í dag vegna þeirra kvenna sem ruddu brautina og hafa undanfarna hálfa öld gert kirkjuna ríkari með reynslu sinni, boðun og starfi.
Sindri Geir Óskarsson
6.10.2024
6.10.2024
Pistill
Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir
Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Árni Þór Þórsson
1.10.2024
1.10.2024
Predikun
Setning prestastefnu 2024
Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Sveinn Valgeirsson
16.4.2024
16.4.2024
Predikun
Af hverju trúir þú á Guð?
Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Árni Þór Þórsson
1.4.2024
1.4.2024
Predikun
Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?
Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.1.2024
19.1.2024
Pistill
Hlutverk biskups Íslands
Erindi flutt á fundi um biskupsembættið sem haldinn var í Breiðholtskirkju miðvikudagskvöldið 15. nóvember 2023, í aðdraganda komandi biskupskosninga. Fundarstjóri og skipuleggjandi fundarins var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, séra Bryndís Malla Elídóttir.
Þorvaldur Víðisson
15.11.2023
15.11.2023
Pistill
Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu
Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Þorvaldur Víðisson
29.10.2023
29.10.2023
Predikun
Færslur samtals: 61