Trú.is

Friðarkonungurinn

Í 2022 ár hefur fæðingarfrásagan um Jesú verið rifjuð upp. Atburðurinn markaði slík spor í Vestrænu samfélagi og víðar, að frá fæðingu Jesú teljum við árin. Það eru s.s. 2022 ár frá fæðingu hans. En hvernig var það fyrir fæðingu Jesú? Þekkir þú það?
Predikun

Viðmiðið stóra

Við lifum á þessum árum eftir Krist. Nær öll saga mannkyns er auðvitað fyrir Krist – það er þetta merkilega niðurtal sem lifendur á hverjum þeim tíma voru auðvitað grunlausir um að ætti sér stað. Stórmenni og heimssögulegir viðburðir eiga sinn stað á skeiði sem metið er áður en atburðirnir gerðust sem við lesum um hér.
Predikun

Dómkirkja er kirkja biskupsins.

Ég heilsa ykkur frá Skálholtsdómkirkju í Biskupstungum. Þessari fallegu kirkju sem vígð var fyrir nærri 60 árum.
Predikun

Dýrmætustu frásögurnar

Að segja frá, segja sögur, það er eitt af því sem við gerum og markmið okkar er kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða.
Predikun

Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.

Ef frumtexti guðspjallsins er brotinn til mergjar og við hættum að líta á englakórinn sem klappstýrur Guðs en rifjum upp, að hlutverk englanna er að bera okkur skilaboð frá Drottni; þá kemur aðeins annar vinkill á boðskap þeirra: sem er: Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.
Predikun

Gleði er ekkert gamanmál

Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Predikun

Prédikun flutt í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2021

Hið heilaga kvöld, aðfangadagskvöld jóla árið 2021 er upp runnið. Fjölskyldur hafa komið saman og hin fullorðnu leggja sig fram um að skapa góðar minningar fyrir börnin.
Predikun

Jólin marka nýtt upphaf

Á erfiðum tímum er gott að hafa Guð í hjarta sér. Gott að geta átt samverustund með honum, geta beðið til hans, létt af sér áhyggjum og meðtekið hugarró. Guð vill ganga með okkur daglega eins og hann gekk með Adam og Evu í aldingarðinum.
Predikun

Fólk á ferð

Nú þurfum við áfram að vera í sama liði sem vinnur að því að gera heiminn lífvænlegri, kærleiksríkari, miskunnsamari, þar sem frelsarinn nýfæddi er lagður í jötu hjartna okkar.
Predikun

Gjöf Guðs til þín

Það er enginn kvóti hjá Guði, hann vill ekki að neinn glatist. Guð vill eiga þig. Hann gaf þér gjöf. Hann gefur öllum sömu gjöfina. það er okkar að taka við henni.
Predikun

Fang að hvíla í

Barnið fékk fang til að hvíla í, ást, umhyggju. Þetta eru mannréttindi og til þeirra erum við borin en það hafa ekki allir mannréttindi, ekkert fang, hvorki að hvíla í né ríkisfang. Jólasagan dregur upp mynd af hvað er nauðsynlegt til að mennskan dafni í þessari veröld. Umhyggja, staður að vera á , fang til að hvíla í...
Predikun

Hvaða erindi á himinninn við þessa jörð?

Fyrirgefning er, samkvæmt orðanna hljóðan, gjöf en ekki gjald og í sjálfu sér ekki sjálfsögð.
Predikun