Sálmabók

426. Sólin hylst í hafsins djúpi

1 Sólin hylst í hafsins djúpi,
hennar dýrð nú hverfur mér,
jörðin sveipast sortahjúpi,
samt er, Drottinn, bjart hjá þér.
Eilíft ljós sem í þú býr
er mitt ljós nær birtan flýr.
Þegar dimmt er úti' og inni
æ það ljómi' í sálu minni.

2 Nótt og dag þitt ljós mér lýsi
lífsins dimmu vegum á.
Það til himins veg mér vísi –
verð ég sæll og hólpinn þá.
Ætíð mænir öndin mín
upp í ljósið, Guð, til þín
þegar syndin, sorg og kvíði
særir hjartað lífs í stríði.

3 Drottinn, nú er dimmt í heimi,
Drottinn, vertu því hjá mér,
mig þín föðurforsjón geymi,
faðir, einum treysti' eg þér.
Eilíf náð og elska þín
ein skal vera huggun mín,
ég því glaður mig og mína,
minn Guð, fel í umsjón þína.

T Páll Jónsson – Sb. 1871
L Johann B. König, 1738 – Ssb. 1936
Der am Kreuz ist meine Liebe / Sei mir tausendmal gegrüßet
Sálmar með sama lagi 196 544
Eldra númer 472
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is