Sálmabók

737. Guðdóms elskueðlið djúpa

1 Guðdóms elskueðlið djúpa,
inn til þín ég mæni klökk.
Ó, ég þarf að krjúpa, krjúpa,
koma til þín heitri þökk.

2 Ekki neitt ég átti skilið.
Innst í mér þín birta skín.
Hvernig fórstu' að brúa bilið,
bilið milli þín og mín?

3 Ekki neitt ég átti skilið,
ekkert sem ég bað þig um
en nú sé ég að breiða bilið
brúað er með þjáningum.

4 Án þín hefði' eg gæfu glatað,
Guð, sem vakir yfir mér.
Án þín hefði' eg aldrei ratað
og þó gat ég vantreyst þér.

5 Ó, að trúa, treysta mega,
treysta þér sem vini manns,
Drottinn Guð, að elska' og eiga
æðstu hugsjón kærleikans.

T Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum – Sb. 1945
L Ísólfur Pálsson 1903 – Vb. 1946
Góður engill Guðs oss leiðir
Sálmar með sama lagi 677
Tilvísun í annað lag 534
Eldra númer 349
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is