Kirkjuþing kýs stjórn þjóðkirkjunnar

9. mars 2024

Kirkjuþing kýs stjórn þjóðkirkjunnar

Stjórn þjðóðkirkjunnar

Kirkjuþing samþykkti í gær nýtt skipurit fyrir þjóðkirkjuna eins og kirkjan.is  hefur sagt frá.

Samkvæmt því þurfti að kjósa nýja stjórn kirkjunnar sem starfar í umboði kirkjuþings.

Það er skipað fimm manns, tveimur vígðum og þremur leikmönnum, sem eru svipuð hlutföll þeirra sem sitja á kirkjuþingi.

Framboð í stjórn voru eftirfarandi:

Vígðir:

Arna Grétarsdóttir

Axel Árnason Njarðvík

Guðni Már Harðarson

Þuríður Björg Árnadóttir Wiium


Leikmenn:

Árni Helgason

Auður Thorberg Jónasdóttir

Einar Már Sigurðsson

Jónína Rós Guðmundsdóttir

Óskar Magnússon

Rúnar Vilhjálmsson

Kosið er til haustþingsins 2025.

Rétt kjörnar úr hópi vígðra eru sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir.


Af hálfu leikmanna voru kosnir Árni Helgason, Einar Már Sigurðsson og Rúnar Vilhjálmsson.

Þá var kosinn formaður.

Kosið var á milli Árna Helgasonar og Rúnars Vilhjálmssonar þar sem Einar Már Sigurðarsson baðst undan kosningu.

Rúnar Vilhjálmsson var rétt kjörinn formaður.

Varamaður vígðra var kjörinn sr. Guðni Már Harðarson.

Varamenn leikmanna voru kjörin Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Jónína Rós Guðmundsdóttir.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af stjórn með varamönnum.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustarf

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.