Trú.is

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Gefur grið ei nein

Sú afstaða sem Fjallaskáldið eignar þorranum er kannske þegar betur er að gáð, aðeins útlegging á því ískalda og miskunnarlausa hugarfari sem mennirnir geta borið hver til annars. Boðskapurinn minnir á þá hugmynd sem þá hafði nýverið rutt sér til rúms að veröldin sé guðlaus og miskunnarlaus – hinir hæfustu lifi af.
Predikun

Nálaraugað og náðin

Þegar heimskautafarinn norski Roald Amundsen var á leiðinni með mönnum sínum í tveimur flugvélum til norðurheimskautsins forðum daga þá fórst önnur vélin. Þá var allt undir því komið hvort hin vélin gæti borið alla mennina. Öllu, sem nauðsynlegt var, urðu þeir að fórna. Amundsen átti ljósmyndavél sem hann vildi helst ekki skilja við sig.
Predikun