Trú.is

Upprisur lífsins

Upprisur lífsins eru samvinnuverkefni margra aðila sem leggja sig fram um að gefa líf og bæta líf. Flóttamenn taka áhættu. Þeir þrá lífið og flýja óviðunandi aðstæður heima fyrir. Heimurinn getur ekki lokað augum og eyrum fyrir því.
Predikun

Öruggur sigur í brothættri tilveru

Páskarnir eru hátíð lífsins. Þeir eru sigurhátíð, vegna þess að lífið ljómar á páskunum. En þeir eru líka hátíð alls sem er viðkvæmt og brothætt í tilveru okkar. Eggið er táknið sem minnir okkur á þetta allt.
Predikun

Jesús treystir okkur

Jesús treystir okkur. Hann treystir okkur til að fara í sínu nafni til þeirra sem þarfnast kærleika og styrks. Hann treystir okkur til að finna leiðir til að leiða 12.000 börn á Íslandi út úr fátækt og hann treystir okkur til að leita leiða til að uppræta böl fíknar og ofbeldis. Því hann lifir. Hann er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.
Predikun

Fáum okkur morgunmat

Það tók allt þetta fyrir vini og vinkonur Jesú að verða páskafólk sem lætur ekki í minni pokann fyrir dauðanum heldur ber lífið í hjarta sínu. Þess vegna skiptir það miklu máli að við horfum á páskana sem ekki bara einn morgunn heldur ferli 50 gleðidaga - fram að hvítasunnu.
Predikun

Páskar í Kardimommubæ

Kardimommubærinn er líka útópía: það er draumsýn; hugmynd um samfélag sem mannleg reynsla sýnir okkur að geti ekki verið til í raunveruleikanum.
Predikun

Gleðin felst í umhyggjunni

Við komum ekki saman á þessum morgni til þess að rifja upp eitthvert trúarkerfi. Við syngjum ekki sálma og hlustum á texta af ótta við að ryðga í fræðunum og klikka á eilífðinni. Trúin á Jesú er hvorki kerfi eða kunnátta og það eru engin kristin trúarbrögð til. Þetta snýst bara um að vera vinur Jesú...
Predikun

Dauðinn, upprisan og vonin

Eins og Jesús birtist konunum við gröfina og lærisveinum sínum eftir upprisuna mun hann einnig birtast okkur. Hann birtist okkur í öðru fólki, fólki sem hjálpar og styður, fræðir og huggar.
Predikun

Himinn og jörð, heimur og hel

Við sjáum það þegar barn fæðist. Þegar ljósið kviknar í augum þess og það horfir á heiminn í fyrsta skipti. Og himinn og jörð mætast þegar við lítum í augu barnsins og sjáum dýptina og viskuna sem aðeins er að finna hjá einhverjum sem hefur verið í návist við hið himneska.
Predikun

Upprisustef í nútímanum

Sumir afgreiða páskaboðskapinn sem hættulegt fyrirbrigði, hann blindi ómótaðar sálir, áhrif hans séu mjög óæskileg því allir skynsemisþankar hverfi út í veður og vind. Þetta eru sömuleiðis raddir, sem telja að trú og vísindi eigi litla sem enga samleið.
Predikun

42 metrar til Sahel

Það er ekki langt á milli hinnar opnu grafar og alla leið til Sahel. Það eru ekki nema 42 metrar á milli Sahel og páskanna okkar. 42 metrar af því sem við getum mælt og reiknað af lífslíkum barnanna þar, barna sem við getum bjargað, ef við bregðumst nógu snemma við, 42 metrar af lífi sem getur umbreyst ef við bara veitum því athygli og umhyggju. Og Sahel er víða.
Predikun

Ekkert að sjá?

Horfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þröngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína? Birtingur heimsins.
Predikun

Í fyrstu morgunskímunni

En við gröfina gerist eitthvað, eitthvað sem breytir öllu. Þær sjá hið ótrúlega, heyra í fyrsta skipti boðskapinn sem breytir heiminum. Boðskapinn um að kærleikurinn hafi sigrað dauðann.
Predikun