Trú.is

Víngarðseigandi og verkamenn

Þegar við yfirgefum kirkjuna þá förum við út á torg lífsins. Þar heldur guðsþjónustan áfram. Þjónusta við Guð og sköpun hans. Þjónusta við samferðamenn okkar. Þjónusta í kærleika. Allt líf er þannig þjónusta. Allt líf er bæn. Allt líf er lofgjörð. Við erum verkamenn Guðs. Biðum fyrir betri heimi! Lofum það sem við höfum og vonum að allt verði gott og Guð muni gjalda okkur laun sín í fyllingu tímans. Náð Guðs er mikil.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Fair Play

Leikir og reglur eru nefnilega nátengd. Börn á velli með bolta hefja undireins einhvers konar löggjöf áður en fjörið hefst. Hvenær er boltinn út af, má taka hann með hendi, hvað þarf að skora mörg mörk til að vinna? Og þetta samband birtist furðuvíða þegar betur er að gáð. Ég vil að börnin mín gangi sinna leiða og ef þau eru lúin getur verið erfitt að koma þeim úr sporunum. Hvað er þá til ráða? Jú, við setjum reglur, finnum eitthvað sem er bannað og þá fara fæturnir að hreyfast! Leikurinn: „Bannað að stíga á strik“ hefur reynst góður samgönguhvati. Er það ekki merkilegt, um leið og eitthvað verður bannað, þá færist fjör í leikinn?
Predikun

Má stela?

Í raun skipta verkfærin engu máli, það má einu gilda hvort notað er kúbein eða tölva, auðvitað má enginn brjótast inn og stela því, sem öðrum tilheyrir.
Pistill