Trú.is

Tómas efast

Málstaður Jesú er erindi kirkjunnar til okkar tíma eins og allra tíma. Um þann málstað snýst umræðan í lærisveinahópnum, að líkjast Jesú, ganga til hinna holdsveiku eins og hann, taka í hönd hinna geðsjúku eins og hann, setjast til borðs með hinum óhreinu eins og hann, hlú að bersyndugu konunni, samneyta tollheimtumönnum, umfaðma börnin.
Predikun

Eitrað fyrir trú og efa

Þau, sem hafa trúarsannleika uppá vasann eru hættuleg sjálfum sér, samfélagi sínu og líka heimsbyggðinni. Þegar hroka er blandað í trúarvissu þá verður afleiðingin verri fyrir mannkynið en skelfilegasta fuglaflensa. Hroki í bland við allar gerðir af trú framkallar svartadauða meðal fólks. Vandinn er ekki trúin heldur hrokinn, sem fer svo illa með og í trú.
Predikun

Aftur á netinu?

Þeir ákváðu að fara á netið, strákarnir, enda tímarnir breyttir og eðlilegast að snúa sér að því sem menn kunnu best og þekktu í þaula. Þetta voru þeir Símon Pétur, Tómas, Natanael og synir Sebedeusar og tveir aðrir af lærisveinum Jesú sem höfðu átt ótrúlega daga með ótrúlegum manni sem sagði þeim ótrúlega hluti og gerði ótrúleg verk.
Predikun

En þér eruð mínir vottar

Spámenn Gamla testamentisins töluðu jafnan fyrst og fremst til samtíðar sinnar, inn í ákveðnar sögulegar aðstæður. Svo er einnig um þann spámann sem talar í þeim texta sem hér var lesinn áðan og þar sem sagði meðal annars: „En þér eruð mínir vottar.“ Aðstæður þess fólks sem þarna er upphaflega talað til eru vægast sagt bágbornar, það er statt víðsfjarri heimahögum sínum og ættlandi, dvelur í útlegð í Babýlon, sem þá er öflugt heims-veldi og að öllum líkindum hafa þessi orð upphaflega verið flutt um 550 f.Kr. Engu að síður er þessu fólki ætlað að vera vottar Guðs, flytja vitnisburð um hann.
Predikun