Trú.is

Af hverju vinátta?

Ef við spyrjum lítil börn hvað þau vilja mörg knús á dag þá svara þau örugglega á bilinu 100- 1000 og þau yngstu lyfta 10 fingrum sem er auðvitað í þeirra huga óteljandi. Við erum í svo mikilli þörf fyrir nálægð hvert með öðru, hvatningu, uppörvun og traust tengsl.
Predikun

Grillveisla við Tíberíasvatn

Strönd, sundsprettur í vatninu, veiði og grill. Það er vor og gleði í guðspjalli dagsins, þægileg stemning. En það er margslungið í einfaldleika sínum. Eftir þetta birtist Jesús þeim aftur og þá við Tíberíasvatn.
Predikun

EXIT

Grænu flóttamerkin eru stefnuvitar í neyðaraðstæðum. En hvað um þegar við eru í andlegri hættu? Eru til einhver græn leiðarmerki sem vísa veg?
Predikun

Af Karli Marx og Kristi

Kristin trú boðar ekki að við skulum þrauka og sætta okkur við hvað sem er hérna megin grafar til að uppskera himnasælu hinum megin. Hún leggur okkur eilífa lífið í brjóst hér og nú, gefur fyrir Heilagan anda gleði og löngun til góðra verka og þá gjöf að geta horft lengra en til efnislegra gæða.
Predikun

Jesús bregst ekki

Smám saman rann það upp fyrir þeim að dauði, ógn og eyðing á ekki síðasta orðið. Sá sem dauðinn virtist hafa yfirbugað – hafði yfirbugað dauðann. Tóma gröfin var vísbending um sigur Guðs. Myrkur vonleysis vék fyrir ljósi trúar og fullvissu. Myrkur föstudagsins langa vék fyrir ljósi páskasólar.
Predikun

Sjáið og trúið!

Fólk sem er kristið í sögulega réttri merkingu skilur ekki svona tal. Samkvæmt kristinni trú getur vonin aldrei komið á undan upprisutrúnni eða staðið óháð henni. Hvaða von er fólgin í kristinni trú ef Jesús reis ekki upp frá dauðum? Ef Jesús var aðeins venjulegur maður þá hefur hann ekkert meira um líf okkar að segja en hver annar.
Predikun

Þorðu að efast

Þolir trú nokkuð efa? Er það ekki markmið trúmannsins að útrýma efanum? Eða eigum við kannski að efast um slíkan efa?
Predikun

Náð og friður

Náð er stutt orð, einsatkvæðisorð, sem felur þó svo mikið í sér. Það er náð þegar okkur er mætt með mildi en ekki hörku, þegar horft er framhjá misfellum, mistökum og misbrestum, þegar við erum meðtekin og elskuð þrátt fyrir það sem betur má fara.
Predikun

Eitt mannkyn - ein kynverund

Sáttin milli himins og jarðar er fullkomin í Kristi Jesú. Allt það sem aðgreinir himinn og jörð og mennina hvern frá öðrum er afnumið í upprisusigri hans. Sá Guð sem hengdur er nakinn upp á tré tekur m.a. á sjálfan sig alla þá skömm sem við tengjum mannslíkamanum og tilfinningunum.
Predikun

Þetta er persónulegt!

Frammi fyrir upprisu Jesú getum við ekki glápt í gaupnir okkar og hvíslað: “Þetta er ekkert persónulegt.” Erindi Guðs, að gefa son sinn til að hver sem trúir á hann glatist ekki heldur eigi eilíft líf, á erindi við alla menn og því er ætlað að breyta lífi okkar og það frelsar.
Predikun

Grillað að loknum páskum

Það er jú eitt megineðli kirkjunnar. Hún er samfélag sem mætir fólki á þess eigin forsendum. Rétt eins og Kristur gerði á starfstíma sínum hér á meðal manna.
Predikun

Japani, Kanadamaður og Jesús Kristur

Var þetta svipur látins manns? Þegar búið var að klípa í manninn brutust gleðióp út og sorgarstjarfinn umpólaðist í hinn mesta fögnuð. Maðurinn hafði ekki risið upp úr gröf sinni, heldur úr sorg ættingja sinna. Prédikun í Neskirkju 15. apríl 2007.
Predikun