Trú.is

Treystir þú Guði?

Um miðja síðustu öld var t.d. aftur og aftur skrifað í fjölmiðla, að kirkjan væri í andaslitrunum og ekkert eftir annað en að kasta rekunum. Maðurinn væri orðinn svo vitiborinn og fullkominn, að hann þyrfti ekki á Guði að halda.
Predikun

Krossfestingin virkar ekki

Kristur er sannarlega upprisinn í hjarta hvers manns sem á hann trúir. Sá sem fylgir honum mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Ekkert myrkur megnar að kæfa það ljós. Engin krossfesting drepur þá von.
Predikun

Upphaf - ekki endalok!

Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn! Eftir þunga föstudagsins langa tökum við gleði okkar á ný og fögnum sigri lífsins, sigri alls þess góða yfir þeim mætti sem eyðir og deyðir. Við skoðum atburði föstudagsins langa í ljósi upprisu Jesú frá dauðum. Við sjáum krossinn ekki sem raunaleg endalok heldur sem upphaf. Krossinn er tákn sigurs og markar upphaf þeirrar framtíðar sem Guð er í þann mund að láta verða að veruleika.
Predikun

Veggur vonar, ofbeldi og upprisa

Ljósmyndasýningunni lauk með upprisumynd. Myndin var af þolanda eineltisins sem verið var að tollera eins og sigurvegara. Hún hafði nefnilega sigrað þegar hún uppgötvaði að hún var svo miklu meira en ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Hún var ekki ofbeldið. Hún var meira.
Predikun

Fréttirnar um upprisuna

Hin ótvíræða staðreynd málsins er sú, sagði Morrison, að frá upphafi kristinnar trúar lék ekki vafi á því að gröf Jesú var raunverulega tóm. Eitthvað átti sér stað sem gerði það að verkum.
Predikun

Stríð 0 - Friður 1

Það er skiljanlegt að mæta hinu óvænta með vantrú og ótta. Kannski eigum við líka erfitt með að þekkja Jesú þegar hann kemur til okkar, upprisinn. Hans eigin lærisveinar þekktu hann ekki, þegar hann slóst í för með þeim á leiðinni til Emmaus og ræddi við þá um það sem hafði gerst og átti að gerast.
Predikun

Upprisur lífsins

Upprisur lífsins eru samvinnuverkefni margra aðila sem leggja sig fram um að gefa líf og bæta líf. Flóttamenn taka áhættu. Þeir þrá lífið og flýja óviðunandi aðstæður heima fyrir. Heimurinn getur ekki lokað augum og eyrum fyrir því.
Predikun

Leyst frá gröfinni

Þau sem kenna sig til kristinnar trúar hafa ýmsar skoðanir og meiningar og kenningar um allt sem varðar trúna og túlkun ritninganna og játninganna. Stundum er mismunurinn meira að segja svo afgerandi að það verða til ný trúfélög og nýir söfnuðir. Það er einungis eitt sem er sameiginlegt með kristnu fólki. Það er trúin á upprisuna.
Predikun

Á bekknum með Kristi útigangsmanni

Íslenskir fjölmiðlar boða kærleika Krists í fréttum sínum á sama tíma og sömu fjölmiðlar flytja fréttir af því að setja verði boðskap kristinnar trúar skorður, sérstaklega varðandi opinbert uppeldi barnanna.
Predikun

Öruggur sigur í brothættri tilveru

Páskarnir eru hátíð lífsins. Þeir eru sigurhátíð, vegna þess að lífið ljómar á páskunum. En þeir eru líka hátíð alls sem er viðkvæmt og brothætt í tilveru okkar. Eggið er táknið sem minnir okkur á þetta allt.
Predikun

Nú opnast saklaus augu lambsins

Nú er það vorið sem bíður okkar handan við hornið. Veturinn er að verða afstaðinn, í það minnsta samkvæmt almannakinu, og við tekur lífið sem kviknar með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Nú bíðum við þess að taka á móti lífinu. Sumir bíða þess að sleppa af skólabekk, ljúka námi vetrarins og hlaupa út í vorið á meðan aðrir bíða þess að hefja vaktina á jötubandinu.
Predikun

Jesús treystir okkur

Jesús treystir okkur. Hann treystir okkur til að fara í sínu nafni til þeirra sem þarfnast kærleika og styrks. Hann treystir okkur til að finna leiðir til að leiða 12.000 börn á Íslandi út úr fátækt og hann treystir okkur til að leita leiða til að uppræta böl fíknar og ofbeldis. Því hann lifir. Hann er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn.
Predikun