Trú.is

Hugrekki upprisunnar

Hvernig upplifir þú það í þínu lífi að Jesús er upprisinn? Hverju hefur upprisan breytt fyrir þig? Það getur verið svo margt, svo ólíkt, allt eftir aðstæðum okkar og lífsverkefnum. Einhver upplifir kannski að upprisan gefur nýjan kraft til þess að takast á við verkefni sem áður virtust óyfirstíganleg. Annar upplifir kannski hvernig upprisan hefur leitt hann eða hana út úr gröf einmanaleika og niðurbrots, út í dagsbirtuna sem er þá tákn fyrir upprisubirtuna sjálfa. Ég upplifi það sterkt að ég er aldrei ein, og ég þarf ekki að óttast. Fyrir mér er upprisan eitthvað sem gerist á hverjum degi og gefur mér kraft og hugrekki til þess að takast á við verkefni lífsins, bæði þau gleðilegu sem og þau erfiðu og jafnvel ógnvekjandi, fullviss um það að ég er örugg í hendi Guðs. Kannski eru einhver ykkar á meðal sem eruð enn að leita að merkingu upprisunnar, hvernig hún snertir við ykkur. Við ykkur segi ég; verið ekki hrædd. Hafið kjark til þess að fylgja Maríu og Maríu inn í gröfina, til að sjá sjálf að Kristur er upprisinn.
Predikun

Fáum okkur morgunmat

Það tók allt þetta fyrir vini og vinkonur Jesú að verða páskafólk sem lætur ekki í minni pokann fyrir dauðanum heldur ber lífið í hjarta sínu. Þess vegna skiptir það miklu máli að við horfum á páskana sem ekki bara einn morgunn heldur ferli 50 gleðidaga - fram að hvítasunnu.
Predikun

Páskar við sólarupprás

Enn komum við saman við sólarupprás á Þingvöllum til að fagna upprisunni, til að fagna hinum upprisna Drottni Jesú Kristi sem sigrað hefur dauðann og þjáninguna, brotið niður múrinn milli þessa jarðneska, stundlega heims og hins himneska heims eilífðarinnar. Enginn atburður sem minnst er á ári hverju er með nokkrum hætti sambærilegur við þennan.
Predikun

Hoppað í Paradís

Hún er Paradísin, himininn, upprisan, lífið sjálft, sem gefur okkur von og kjark og gerir okkur kleift að halda leiknum áfram, litlir pílagrímar í parís.
Predikun

Konungur ljónanna

Heimur er ekki lokaður heldur galopinn. Páskasagan er engin þroskasaga heldur Guðssaga.
Predikun

Páskar í Kardimommubæ

Kardimommubærinn er líka útópía: það er draumsýn; hugmynd um samfélag sem mannleg reynsla sýnir okkur að geti ekki verið til í raunveruleikanum.
Predikun

Óvissa og upprisa

Lífið er óvissa. Allt er óvissa nema það eitt að Kristur er upprisinn og hann vill leiða þig og styðja í hverju sem kemur fyrir þig og reisa þig við.
Predikun

Upprisan sem viska ástarinnar

Páskadagurinn flytur okkur boðskap um undur og stórmerki: Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn, og allt í einu stöndum við frammi fyrir veruleika sem setur allt í nýtt samhengi og segir okkur að möguleikarnir í lífinu séu miklu fleiri og dýpri en okkur hafi nokkru sinni órað fyrir.
Predikun

Upprisuhátíð í íbúðahverfi

Kirkjan er í miðju íbúðahverfi. Hún er staðsett eins og hjartað í sókninni, þaðan sem streymir boðskapur kærleika og miskunnar, bæði í Orði og verki.
Predikun

Upprisan, vonin og vorið

Eins og Jesús birtist konunum við gröfina og lærisveinum sínum eftir upprisuna mun hann einnig birtast okkur. Hann birtist okkur í öðru fólki, fólki sem hjálpar og styður, fræðir og huggar. Hann birtist okkur í aðstæðum sem við köllum stundum tilviljanir.
Predikun

Týndur Drottinn, tapað fé?

Við sem játum kristinn sið hljótum að túlka kröfuna um þróunaraðstoðina á okkar eigin hátt og í ljósi okkar eigin kristnu tákna. Hinn kristni boðskapur leggur okkur skyldur á herðar. Upprisan, eilíft líf , sigur lífs yfir dauða, gleði yfir sorg, fjallar líka um dauða fátæktar og vonleysis. Baráttan við slíkan dauða getur aldrei verið tapað fé.
Predikun

Upprisustef í nútímanum

Sumir afgreiða páskaboðskapinn sem hættulegt fyrirbrigði, hann blindi ómótaðar sálir, áhrif hans séu mjög óæskileg því allir skynsemisþankar hverfi út í veður og vind. Þetta eru sömuleiðis raddir, sem telja að trú og vísindi eigi litla sem enga samleið.
Predikun