Trú.is

Ár virðingar og friðar

Á nýju ári skulum við strengja þess heit að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Að treysta því að fólk beri gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en sé ekki vænt um óheiðarleika eða hagsmunapot. Ef við viljum raunverulega betra þjóðfélag og persónulegt líf þá byrjum við hvert og eitt á huga okkar.
Predikun

Kæra dagbók!

Dóttir mín komst víst að þeirri niðurstöðu eftir lestur bókarinnar að ég hafi verið fremur duglegur að fara út með ruslið, kaupa Lottó, og borða mat, ætli ég kalli það ekki bara ágæta niðurstöðu. En fyrst það eru áramót, þá skulum við aðeins athuga hvað drengur hér í prestakallinu var að bauka á þeim tímamótum fyrir um aldarfjórðungi síðan:
Predikun

Vitund þín, arfur og áframhald

Gyðingurin og rabbíninn, Sacks, spyr hvort himnarnir séu að leiða okkur fyrir sjónir að öll trúarbrögð séu í raun í kjöraðstæðum þegar þau eru rödd minnihlutans, þegar þau hafa áhrif en ekki völd, þegar fólk gefur öðrum rými til að hafa ólíkar skoðanir, þegar aðrar sögur og aðrir söngvar fá að hljóma, gestrisni er sýnd og góðgerðir veittar öðrum af gjafmildi án þess að vænta nokkurs í staðinn. Úr prédikun nýársdags sem hægt er að lesa og hlusta á að baki þessari <a href="http://ornbardur.annall.is/2013-01-01/vitund-thin-arfur-og-aframhald/#more-4570">smellu</a>.
Predikun

Frelsari tímans

Mikils er um vert að niðurstaða ákvæðisins um Þjóðkirkjuna tryggi frelsi hennar frá ríkinu en staðfesti um leið sáttmála milli ríkis og kirkju um gagnkvæmar skyldur og réttindi, þar sem til dæmis kirkjuheimsóknir barna sem eru í þjóðkirkjunni séu ekki hindraðar vegna þeirra sem eru það ekki.
Predikun

Óvissan er blessun

Verið þakklát fyrir að framtíðin er ekki ákveðin fyrir ykkur. Þið getið gripið í taumana. Nýtið ykkur trúna og vonina til að setja heilsuna í forgang og strengið nýársheit um að styrkja ykkur andlega og líkamlega á einhverju sviði.
Predikun

Mannshöfuð er býsna þungt

Þegar trúin lítur svo á, að hugmyndafræði hennar sé fullkomin og kerfið í kringum hana líka, þá er betra að hafa varann á, því þá er hætt við að þrengt verði að mennskunni og að allt sem heiti friður, frelsi og kærleikur eigi á hættu að verða kerfinu því að bráð.
Predikun

Samkennd í þágu þjóðar

Landspítalinn er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri.
Predikun

Ást og ábyrgð

Hversu oft hefðir þú viljað geta sagt við hann eða hana sem stendur hjarta þér næst: Hafðu ekki áhyggjur, ég passa þig og sé til þess að ekkert illt hendi þig?
Predikun

„Í hendi Guðs er hver ein tíð“

Það er því ekki alls kostar víst að kristnir menn hafi á fjórðu öld lagt undir sig heiðna hátíð þegar menn fögnuðu fæðingu sólarinnar og breytt henni í fæðingarhátíð Jesú Krists. Staðsetning jóladags 25. desember getur eins byggst á guðfræðilegum rökum.
Predikun

Höfundur tímans

Við höfum fengið dásamlega nýársgjöf. Nýtt ár. Í Jesú nafni. Það merkir að við megum verða samferða sem kirkja, og samferða höfundi tímans allt hið nýja ár til enda, í öryggi, í friði og í kærleika.
Predikun

„Hvert örstutt spor“

Ég hugsa oft til kynslóðarinnar sem er að taka út vöxt í þessu andrúmslofti hvernig jarðvegur þeirra er inn í framtíðina, ég held t.d. að reiði okkar sem eldri erum kenni hinum yngri ákveðið miskunnarleysi, það hlýtur að vera mjög þrúgandi að alast upp í samfélagi sem líður engin mistök
Predikun