Trú.is

Miskunn og mannúð

Það eru jól að sýna þeim kærleika sem á þurfa að halda hvort sem það er flóttafólk með veik börn eða öryrkjar og aldraðir Íslendingar. Við verðum að standa vörð um að landið okkar haldi áfram að vera kristið svo við kunnum að sýna kærleika. Ef við gleymum boðskap Jesú Krists, gleymum við líka að við erum kölluð til að sýna miskunn og mannúð.
Predikun

Frelsi til að vera ólík í einrúmi

Getum við verið örugg ef við þekkjum ekki náungann af því að umburðarlyndi okkar er búið að einangra okkur frá honum?
Predikun

Lestarsokkar og kertaljós

Og það er í þessu djúpa og kalda myrkri sem nú ríkir sem við höldum hina æðstu hátíð á hverju ári. Við fögnum komu ljóssins í heiminn – ljóssins sem ekki aðeins gerir okkur fært að sjá handa okkar skil, heldur upplýsir okkur – og greiðir leið langt umfram það sem augun sjá.
Predikun

Taktu á móti

Þessi andlega staða, að viðurkenna auðsæranleika sinn með opnar hendur, hug og hjarta, sleppa öllum varnarháttum, vera berskjölduð gagnvart hvert öðru til að geta þegið andlegar og hagnýtar gjafir annarra, á sannarlega einnig við um samband okkar við Guð.
Predikun

Litlabarn heimsins

Hugurinn hvarflar til áhafnarinnar á varðskipinu Tý sem bjargaði 408 flóttamönnum af flutningaskipi austur af Möltu skömmu fyrir jól. Það var rúm í gistihúsinu. Skipreika flóttafólk, konur og börn á flótta undan sprengjuregninu heima fyrir. Hvaða framtíð bíður þeirra? Við erum að tala um málstað Jesú.
Predikun

Óvenjugóð jól

“Ég hugsa að þessi jól muni verða okkur óvenjugóð,” sagði þessi fangi og hélt áfram: “Sú staðreynd ein að allar ytri kringumstæður koma í veg fyrir að við getum undirbúið jólin á nokkurn hátt, mun leiða í ljós hvort við getum verið ánægð með það sem í raun er kjarni málsins."
Predikun

Jól hjá trantaralýð

Við erum alin upp við hugmyndir um fjárhirða sem sællega og rjóða smaladrengi, en nú vitum við að þær hugmyndir eru alrangar. Á dögum Jesú frá Nasaret voru fjárhirðar lægsta stétt samfélagsins. Fjárhirðar urðu aðeins þeir sem enga almennilega vinnu fengu. Fjárhirðar voru álitnir óheiðarlegir lygarar og þjófar.
Predikun

Yfir landamæri

Við búum öll á einni jarðarkúlu. Við eigum hana sameiginlega og það voru manneskjur sem fundu upp landamæri. Þau eru ekki náttúruleg, nema kanski hér á Íslandi af því við búum á eyju. Við þurfum að koma annað hvort fljúgandi eða með skipi til og frá landinu.
Predikun

Ljósið finnur leið

Á jólum horfum við á litla kertið, fylgjumst með loga þess dansa á mjóum kveik, finnum að ljós þess er sömu ættar og sama eðlis og ljós hinnar miklu sólar. Í allri sinni veiku smæð er það fært um að reka myrkrið úr hjörtum okkar.
Predikun

Jólin fyrir byrjendur (og lengra komna)

Ég ætla að tala um Jesús og um okkur og nota til þess fjóra stutta texta úr Biblíunni. Svo ætla ég að gefa ykkur einn lykil að jólunum. Lykil sem virkar svolítið eins og „Jólin fyrir byrjendur“ og eiginlega líka lengra komna. Hann útskýrir merkingu jólanna.
Predikun

Við himins hlið

Þegar það var ákveðið á sínum tíma að fæðingarhátíð Jesú Krists skyldi haldin sem næst vetrarsólstöðum og þeim tíma þegar dag fer að lengja, þá var það til þess að minna á að okkur er ætlað að vaxa með honum, og meira en það: hlutverk hans í lífi okkar á að stækka. Það er eins og Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa, ég á að minnka.
Predikun

Á hátíð ljóss og friðar

Við getum líka litið okkur nær því myrkrið er víða í samfélagi okkar. Það búa ekki öll börn við mannsæmandi aðstæður. Veraldleg fátækt er því miður staðreynd hér á landi og ófriður birtist í mörgum myndum á heimilum og á götum úti. Því miður búa margir við óöryggi, fólk á öllum aldri, bæði börn og eldri borgarar og allir aldurshópar þar á milli.
Predikun