Trú.is

Frá toppi til táar

Í fótþvottaskál Jesú speglaðist himininn og þau sem nutu fótþvottarins sáu hinn fullkomna mann speglast í vatninu. Sá sem þvær fætur getur hreinsað, bætt og skírt heiminn.
Predikun

Vatn og vín

Hver veit nema að einhverjir lærisveinanna hafi flissað í fyrstu þegar Kristur skipti svo rækilega um takt í atburðarrásinni, yfirgaf hina gildishlöðnu og dularfullu athöfn við borðið og bjó sig undir það að fara að þvo á þeim fæturna?
Predikun

Að kvöldi skírdags

Í gegnum fótaþvottinn býður Jesús til þess samfélags. Að draga að sér fætur sína, að neita sér um þvottinn, merkir að draga sig frá samfélaginu við Jesú, afþakka boðið.
Predikun

Mig þyrstir

Minn tími er í nánd, segir Meistarinn við okkur, hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum. Hjá þér og hjá mér, hjá okkur sem þyrstir eftir fyrirgefningu og sátt, hjá okkur sem finnum í þjáningu heimsins skortinn á kærleika og umhyggju. Mig þyrstir, sagði Jesús, og í hjarta mannlegrar þjáningar býr þorstinn, þorstinn eftir Guði.
Predikun

Jesúborð og myndir

Skírdagur er mikill tákndagur. Í textum og atferli dagsins eru tákn. Í messulok verða altarisgripir fjarlægðir og fimm rósir lagðar á altarið til tákns um inntak píslargöngu og dauða Jesú. Kvöldmáltíðarmyndir aldanna eru gluggar til dýpta og túlkunar.
Predikun

Leiðtogahlutverkið

Hann elskaði lærisveina sína og bað fyrir þeim. Þeir undirbjuggu sig undir hátíðina og efndu til kvölmáltíðar saman og undir borðum ræðir Jesús við lærisveinana og efnir þar til sýnikennslu sem reyndis vera leiðtoganámskeið sem lifað hefur með kirkjunni alla tíð síðan – betri leiðtogafræði og forsendur árangurs fyrirfinnast ekki.
Predikun

Loksins leiðtogi!

Að nálgast Guð er ekki fólgið í að skilja Guð heldur ummyndast. Að fylgja Kristi er ekki að skilja þjáningu hans heldur fara með honum, þjást með honum, biðja með honum, leyfa honum að leiða okkur, vera í okkur. Jesús fór um öldudal mannlegrar þjáningar og þjáist áfram meðan einhver hinna minnstu systra eða bræðra líður. Hugleiðing í skírdagsmessu í Neskirkju fer hér á eftir.
Predikun

Einn bikar, eitt brauð

Skyggnumst um stund inn í þennan veruleika með okkar innri augum. Sjáum fyrir okkur bikar, stóran, voldugan bikar, sem fylltur er að börmum, fullur lífgefandi vökva, svo út úr flóir. Með þessu lífi eigum við samleið, hvaða kirkjudeild sem við tilheyrum, við sem játumst undir nafn Jesú Krists, við sem þiggum hreinsun og kraft fyrir blóðið hans.
Predikun