Trú.is

Krísan, dómur daglega lífsins

Minn daglegi dómur er ekki síst athafnaleysið, að hafast ekki að, vitandi um neyð kvenna og barna út um allan heim og líka hér á litla friðsæla Íslandi. Ég fæ ekki afstýrt ofbeldinu ein. Ég fæ ekki gefið þeim líf sem hafa verið rænd því. En mér ber að nýta reynslu mína og menntun til að vinna með öðrum að upprætingu hins illa.
Predikun

Krísa á dómsdegi

Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar og dómsdagur er núna! Að vera í krísu hjá Kristi er, að mega fara “yfir um” - til lífsins.
Predikun

Að skrifa sögu

Er ekki andsvar okkar við því að hlýða og þakka? Er það ekki góð byrjun nýrrar sögu að temja sér auðmýkt og lítillæti, einsetja sér að þakka gjafir Guðs, kenna börnum okkar að temja sér þakklátan hug?
Predikun
Predikun

Að vera – eða vera ekki - með Guði

Það er eins og við séum stödd í miðri bíómynd. Undur og stórmerki eiga sér stað, Jesús Kristur kominn aftur með mætti og mikilli dýrð (Mt 24.30), sem konungur í hásæti og englarnir allt um kring. Allar þjóðir heims samankomnar, sem mikill árstraumur, fólkið flæðir að, ys og þys – tónmálið voldugt, trommur og lúðrar. Eftirvænting í loftinu. Hvað verður?
Predikun

Samúð - aðalsmerki sannrar mennsku

Afi minn las söguna af sauðunum og höfrum þannig, að Guð væri hefnigjarn Guð, ót-talegur og varasamur. Afi var og er ekki einn um þá skoðun og tilfinningu.
Predikun

Svipmyndir raunveruleikans

Í gær var lögreglukona, fimm barna móðir skotin til bana við skyldustörf sín hér í Englandi. Aðfararnótt síðastliðins fimmtudags fékk 16. ára gamall íslenskur unglingur heilablóðfall og var gerð 5 tíma skurðaðgerð á honum á Landsspítalanum til að reyna að bjarga lífi hans og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Þessir erfiðu svipmyndir raunveruleikans eru aðeins brotabrot af því, sem átti sér stað í síðustu viku í þessum heimi.
Predikun

Maðurinn mettast órósemi

Þegar litið er á Guðspjall dagsins má sjá að það er visst uppgjör í orðum Drottins. Þar kemur fram að þeir sem trúa orðum hans þeir hafa skapað sér vissa sérstöðu. Þetta spurning um líf eða dauða. Þetta er líka spurning um dóm.
Predikun

Hver er ég í augum Guðs?

Sú saga er sögð um heimspeking að hann hafi setið á bekk í garði, mjög svo hugsi, horfinn inn í hugarheima, svo að lögregla sem gekk þar hjá leist ekkert á manninn, þekkti hann ekki. Þegar lögreglan kom að honum aftur nokkru síðar í sama ásigkomulagi, gekk hún til hans og spurði: “Hver ertu?” Heimspekingurinn leit á hann, vakinn af sínum djúpu hugleiðingum sagði hann: “Ef ég vissi það nú”!
Predikun

Læra að hlusta

Staðreyndin er sú að stöðugt eins og norðan bylur með ofankomu og fannfergi dynja margvísleg orð og orðasambönd á okkur. Stór orð og lítil orð, reið og ljúf og allt þar á milli. Orð í fljótu bragði virðast vera merkingarlaus og orð sem hlaðin erum merkingu og leiðsöng. Orð sem kunna að hafa merkingu fyrir þeim sem flytur þau, en ekki endilega fyrir þeim sem verður fyrir þeim.
Predikun

Dómurinn ... í vændum ...

Áramót kirkjuáranna og textar dagsins, ásamt því sem framundan er, minna okkur vissulega á mikilvægi trúarinnar og mikilvægi þess að taka afstöðu til hennar. Í textanum kemur það skírt fram að: ..sá sem trúir.. hefur eilíft líf.. og kemur ekki til dóms… Hann er stiginn frá dauðanum til lífsins!
Predikun

Mun Kristur kannast við þig þegar hann kemur?

Við höfum hlýtt á guðspjall þessa síðasta sunnudags kirkjuársins. Fram til þessarar stundar hefur Matteusarguðspjall fjallað um það hvernig Jesús hefur þjónað fólki. En nú kveður við nýjan tón því að guðspjallamaðurinn gefur til kynna að Jesús sé konungur sem situr í dýrðarhásæti sínu. Þessi staða hans nú virðist ganga í berhögg við það sem Jesús hafði auðsýnt með dagfari sínu þar sem kærleiksþjónustan sat í fyrirrúmi.
Predikun