Trú.is

Kjarkur og kærleikur

Það viðurkennist hér með að þegar ég las texta þessa dags varð mér hreint ekki um sel. ,,Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg.” Þetta var ekki sá boðskapur sem ég hefði valið að leggja útaf í dag.
Predikun

Að vera trú í hinu smæsta

Jesús leggur áherslu á heilsteypta manngerð, maður verður siðferðilegur gerandi með því að vera ákveðin manneskja. Hvernig á sú manneskja að vera? Jú hún á að vera trú í hinu smæsta og trú yfir því sem annarra er. Megni hún það gerist eitthvað, manneskjan stækkar sem manneskja.
Predikun

Ráðsmennskan mín

Ráðsmennskan er hlutskipti mannsins. Líf hvers einstaklings er dýrmætt, Guðs gjöf. Og hver einstakur ber ábyrgð í lífi sínu, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Við erum sköpuð til samfélags og í því erum við ráðsmenn Guðs og höfum afar mikilvægu hlutverki að gegna sem fulltrúar hans. En ráðsmennskan er okkur dýr.
Predikun

Fjárfestasiðferði og kristileg kænska

Trú er líka að sjá allt lífið, brölt heimsvelda, átök stjórnmála, atvinnumál, menntamál, heimilisfólkið með elskuaugum Guðs og leggja þeim málum lið sem eru til lífs. Að trúa merkir ekki, að maður leysist upp í einhverja himneska glópsku, heldur lærir trúmaðurinn að vera hendur Guðs og munnur í veröldinni.
Predikun

Ímyndið ykkur

„Ímyndið ykkur engin trúarbrögð“ sagði breski líffræðingurinn sem var hér í heimsókn fyrr í sumar og vitnaði í þekktan dægurlagatexta. Um leið var varpað upp nokkurra ára gamalli mynd af útlínum New York borgar þar sem turnarnir tveir voru enn á sínum stað. Þannig var túlkun hans á vandamálum heimsins ef marka má þessa uppsetningu.
Predikun

Snilldartextar

Textar dagsins eru tær snilld og boðið er upp á allt litróf Biblíunnar frá mínu sjónarhorni séð. Þá á ég við:Texta sem ég skil og opna hjarta mitt fyrir og texta sem ég skil ekki. Texta sem ergja mig og texta sem gleðja mig. Texta sem ég vil tala um, liggja mér á hjarta og hina sem ég vil ekki vita af.
Predikun

Ráðsmenn Guðs

Velkomin öll á Hólahátíð. Eins og við heyrðum áðan fjallar guðspjall þessa 9. s.e.tr. um ráðsmennsku. Drottinn er að tala við lærisveina sína um hinstu tíma. Hann er að tala um skyldurnar, sem mönnum eru lagðar á herðar, sem ráðsmenn Guðs hér á jörðu, þar til hann kallar þá til reikningsskila. Um þann dag veit enginn. Þess vegna ríður á því að menn haldi vöku sinni, séu við öllu búnir, láti ljós sitt loga.
Predikun

Á Hólahátíð

Í dag söfnumst við til helgrar hátíðar heima á Hólum. Hún er haldin til að fagna endurreisn hér og styrkja hugi og hendur til hins góða verksins í virðingarskyni við sögu og helgi staðarins. Um þessar mundir eru tvær aldir liðnar frá því að kónglegt majestet í Kaupinhafn gaf út þá tilskipun að biskupsstóll og skóli á Hólum skyldi lagður niður, stólseignirnar seldar og Ísland hér eftir vera eitt biskupsdæmi.
Predikun